Húnavaka - 01.05.1982, Page 18
16
HÚNAVAKA
MAGNÚS PRÓFAÐI MIG VEL OG LENGI
— Var mikið félagslíf?
Já, það var töluvert félagslíf bæði í Fjölni og Framtíðinni, stundum
deilumál og þar komu fram margir afburðamenn í mælsku. Sérstak-
lega var okkur einn minnisstæður, sem við töldum að myndi verða
alþingismaður og ráðherra á undan Gunnari Thoroddsen og Guð-
mundi I. Guðmundssyni og ýmsum fleirum. Það var Sölvi Blöndal
sonur Haraldar Blöndal, en afi hans var Lárus Blöndal á Kornsá.
Þetta var feiknalega glæsilegur maður. Hann las hagfræði í Svíþjóð,
en er dáinn fyrir einu ári og var heilsutæpur síðustu árin. Hann varð
ekki slíkur maður og við bjuggumst við.
Þarna var Sigurbjörn Einarsson síðar biskup. Hann var frábær
stílisti og mælskumaður og varð einn af okkar merkustu biskupum.
— Voru nokkur skóld í skólanum þá?
Það var einn maður, sem telja má að hafi verið ákaflega efnilegt
ljóðskáld, Guðlaugur Lárusson, en hann dó þegar hann var i fjórða eða
fimmta bekk. Hann var Skagfirðingur að uppruna en átti heima i
Reykjavík. Það komu þarna fram tveir sem ekki hafa iðkað það til
lengdar. Þeir voru Jónas Thoroddsen bróðir Gunnars Thoroddsen og
Kristján Guðlaugsson, síðar ritstjóri Vísis, bróðir Jónasar Guðlaugs-
sonar skálds.
— Voru menn pólitískir á þessum árum?
Já, það var mikið um pólitík og það var sérstaklega að þá sótti á hin
austræna stefna. Þar voru leiðtogar Þorvaldur Þórarinsson og Áki
Jakobsson síðar ráðherra. Hann hvarf svo frá hinni austrænu stefnu
nokkrum árum fyrir andlátið. Þá má telja Benjamín Eiríksson síðar
bankastjóra.
Var mikil breyting að koma íguðfrœðideildina?
Já, það var breyting. Þar var frjálsræði í tímasókn og kennarinn
spurði hvort hann mætti taka mann upp. Þetta frjálsræði er nú ekki
lengur til því það mun hafa verið misnotað.
— Hverjir voru merkustu kennararnir?
Sigurður Sívertssen, Magnús Jónsson og Ásmundur Guðmundsson
voru aðalkennarar. Aukakennarar voru Kristinn Ármannsson í grísku
og Ágúst Bjarnason í heimspeki.
Magnús Jónsson prófessor var á góðum aldri, glæsilegur og fjöl-