Húnavaka - 01.05.1982, Page 20
18
HÚNAVAKA
kapellan i dómkirkjunni og við gerðum fáar ræður, en mestur tíminn
fór i skýringar á nýja og gamla testamentinu.
Á árunum milli styrjaldanna og kreppuárunum átti kirkjan ekki
þeirri lýðhylli að fagna sem hún á nú. Þetta breyttist á styrjaldarár-
unum og hefur haldist hlýleiki til kirkjunnar. Mér finnst gott að vera
prestur núna.
MORGUNDÝRÐIN ER MIKIL Á STRÖNDINNI
— Hvers vegna gerðist þú prestur í Húnaþingi?
Eftir guðfræðiprófið var ég óvígður í tvö og hálft ár, var ekki beint
hrifinn af að taka prestskap, en gerði það þó. Það sem átti mestan þátt
í því að ég kom hingað var að ég þjónaði í sex vikur hjá Birni O.
Björnssyni á Höskuldsstöðum, sem óvígður kandidat. Síðan sótti ég
um Nesprestakall i Reykjavík ásamt 8 öðrum og féll þar, því að ekki
gat nema einn fengið það. I Hruna var laust prestakall og þar var ég og
prédikaði, en mér fannst það vera langt uppi i sveit og þaðan sést ekki
til sjávar. Var ég hættur að hugsa um það og ákvað að fara hingað.
Tveimur dögum síðar er mér boðið að fá Hruna, en ég sneri ekki við.
Reyndar voru mér áður boðnir Vellir i Svarfaðardal, en ég vildi ekki
fara svo langt norður.
Nú hef ég verið hér í 40 ár, sótti einu sinni um Hveragerði, en dró
mig til baka. Eg var orðinn of gamall til þess að skipta um.
Eg var vígður 15. júní 1941 og 17. júní fór ég með bátnum til
Borgarness og siðan í bíl norður beina leið að Geitaskarði.
Á leiðinni komum við á Hvammstanga. Eg átti þá 10 krónur í
vasanum og keypti þar peningakassa fyrir 7,50 kr. og á ég hann enn í
dag. Þetta var fyrsti hluturinn sem ég keypti í Húnaþingi.
Á Geitaskarði skírði ég dóttur Þorsteins Egilssonar, bekkjarbróður
mins og Dóru konu hans og var það fyrsta prestverk mitt. Það er talið
heillavænlegast að byrja starf sitt með því að skíra barn, en alls ekki að
jarða mann.
Ég gisti eina nótt á Geitaskarði og fór daginn eftir út á Skagaströnd.
Séra Björn Stefánsson á Auðkúlu setti mig inn i embættið 22. júní með
ræðu og ég hélt aðfararæðuna. Textinn var: „Enginn sem leggur hönd
á plóginn og lítur aftur er hæfur til guðsríkis“. Síðan fermdi ég 8 börn,
sem ég hafði undirbúið um vorið og skírði 2 börn. Þetta var mikil
hátíðamessa í Hólaneskirkju.