Húnavaka - 01.05.1982, Side 22
20
HÚNAVAKA
dómari. Kom ég þar stundum og þar fékk ég konu mína. Oft er ég
forspár um hlutina og það alveg ósjálfrátt. Þegar ég gekk eitt sinn um
páskaleytið út á Kvennaskóla fékk ég hugboð um að þar mundi ég fá
gæfu mína. Svo varð því að þaðan fékk ég konu mína. Hún kenndi
þar.
Ég álít að Kvennaskólinn hafi gert mikið gagn fyrir Húnvetninga.
Það urðu oftast 4-5 stúlkur eftir á hverju ári. Það bætti stofninn, þess
vegna er stofninn svo sterkur þrátt fyrir mikið útfall úr héraðinu.
Kvennaskólinn var því mikill styrkur Húnvetningum, auk þess að
mennta fólkið.
KUNNI STRAX VEL VIÐ HÚNVETNINGA
— Hverjir eru þér mimisstœðastir frá fyrstu árum þínum í Húnaþingi?
Þegar ég kom hingað ungur maður voru það sérstaklega tvær per-
sónur sem ég taldi mig hafa ákaflega mikið gagn af að tala við, það
voru Páll Kolka og Hulda Á. Stefánsdóttir. Raunar var svo um fleiri.
Ég hændist að þessu fólki, sótti það oft heim og fannst ég þroskast og
fræðast mikið af viðræðum við það.
Þeir menn sem mest bar á og unnu mest til þarfa fyrir þjóðfélagið
voru Jón Pálmason á Akri og Hafsteinn Pétursson Gunnsteinsstöðum.
Þessir menn voru ólíkir en þeir unnu mikið, hvor á sínu sviði, til
framfara í héraðinu.
Ég á margar minningar frá 40 ára starfi. Ég sat á gömlu höfuðbóli,
Höskuldsstöðum. Þar var stærsta kirkjan í Húnavatnssýslu, frá 1873,
byggð í tíð Eggerts Briem og þar höfðu verið prestar frá fyrstu kristni,
en aðeins tveir af þeim sótt burtu.
Ég kunni strax vel við Húnvetninga og hef lýst þeirri skoðun minni
að sá sem kemst ekki inn á Húnvetninga á fyrsta ári, kemst aldrei inn á
þá. Þeir tóku mér vel, umbáru mig. Ég hef líka sagt að ég hafi lítið
þurft að vanda um við Húnvetninga, en þeir hafa stundum þurft að
vanda um við mig. Einkum voru það eldri konur, sem voru að leið-
beina mér um klæðaburð og fleira, en þá var ég ógiftur.
— Vildu þœr ekki gifta þig?
Ja, við skulum nú ekki fara út í það. Það hjálpaði mér mikið til að
kynnast fólkinu að ég gat talað um alla heima og geima og var fljótur
að læra ættir manna, hafði gaman af ættartölum, enda átti ég það í