Húnavaka - 01.05.1982, Síða 27
HÚNAVAKA
25
Flóann og þá var Árneshreppur ríkasti hreppur landsins. Ég man að
1942 og lika 1944 var Flóinn fullur af síld og þá voru 60-70 skip
að háfa síld út um allan Húnaflóa. Svo kom verksmiðjan og það
varð geysimikið að gera, en síldin hvarf. Fólkið fluttist inn og mann-
lífið fór úr skorðum, en á eftir kom um 15 ára tímabil, þegar ekki voru
byggð nema 2-3 hús. Þetta hefur lagast aftur og verið í góðu gengi
síðan við fengum togarann, skipasmíðastöðina og rækjuvinnsluna.
Síðustu árin hefur verið mikið góðæri hér. Það þarf hvert hérað að
njóta sinna gæða.
— Þú varst einu sinni formaður Ungmennasambandsins?
Já það var áður en Húnavakan byrjaði. Við höfðum gleðitima í 2-3
daga á veturna og hátíð 1-2 daga á sumrin. Ég var tvö ár með þetta.
Annað árið höfðum við kappreiðar á melunum hjá Enni og voru þær
vel sóttar. Á veturna voru sýndir sjónleikir og Karlakór Bólhlíðinga
söng ásamt fleiri skemmtiatriðum. Þetta var forveri Húnavökunnar.
Sumarsamkomuna höfðum við í garðinum hjá Hótelinu, þar sem
síðar var byggt húsið Helgafell. Þar var ágætt tún og garður, sem
lýðveldishátíðin 1944 var haldin í.
— Við gœtum haldið lengi áfram en tíminn hefur flogið frá okkur og nú er
kvöldið liðið og nóttin tekin við. Hvað vilt pú segja að lokum?
Ég hef kynnst mörgu fólki og sakna margra sem ég hef unnið með.
Húnvetningar hafa reynst mér ákaflega vel.
★
SÝN JÓNS DAVfÐSSONAR
Áður en faðir minn, Jón Davíðsson, kvæntist, var hann nokkur ár vinnumaður
vestur í Húnavatnssýslu hjá séra Einari Guðbrandssyni, sem var prestur á Hjalta-
bakka 1814-1840; var hann þar sauðamaður á vetrum. Sá var annmarki á föður
mínum, að hann var morgunsvæfur, og þótt hann færi á fætur fyrir dag gat hann eigi
haft gagn af rökkursvefninum, sem þá tíðkaðist; var hann þá vanur að sitja einn í
þögninni með prjóna sína, er aðrir sváfu.
Eitt kvöld, þegar hann vakti í rökkrinu, brá fyrir sjónir hans dauðum manni, er lá á
líkfjölum, og kenndi hann, að það var Grímur nokkur, sem var skottulæknir í Eyjafirði
og þá orðinn mjög gamall. Faðir minn skrifaði hjá sér dag og stund, er hann sá þessa
sýn. Nokkru siðar fékk hann bréf frá Tómasi mági sínum, sem þá var í Holti í
Grundarsókn, og gat Tómas meðal annars láts Gríms læknis og hvenær hann hefði
dáið. Kom það á daginn, að Grímur hafði verið dáinn en eigi grafinn þegar faðir minn
sá sýnina.
Gríma hin nýja.