Húnavaka - 01.05.1982, Page 29
HÚNAVAKA
27
Kvennaskólann á Blönduósi og átti að fá veikindafrí hálfan vetur.
Þetta breyttist, Sigrún hætti við og varð stúdent. Þá hringdi Jóhanna í
mig og spurði hvort ég vildi vera á móti Ásdísi. Ég sló til, því að ég vissi
að ég mundi ekki fá léttari stöðu annars staðar. Þannig voru örlög mín
ráðin má segja.
Hvernig leist þér á Kvennaskólann?
Mér fannst hann mjög gamall og var alveg undrandi að hann skyldi
vera fullskipaður. Þá var mikil upplausn í Húsmæðraskólanum á
Akureyri, þessum fína skóla. Það stafaði mikið af því að þar var ekki
heimavist og hann lagðist nærri niður á tímabili og var bara í nám-
skeiðaformi, en nú er hann í fullum gangi.
Ég held að húsmæðraskólarnir hafi verið mjög þarflegir fyrir ungar
stúlkur. Fyrir utan það sem þær lærðu var þetta ákaflega þroskandi
fyrir þær. Þó að þessi heimilisfræði séu nú í skólunum er það bara
svipur hjá sjón hjá því sem var í húsmæðraskólunum, sem eðlilegt er,
því að börnin eru miklu yngri og óþroskaðri.
EKKERT RAFMAGN f SEX VIKUR
Hvernig var að starfa hér?
Mér fannst vanta ýmislegt. Þegar leið á veturinn hætti Ásdís og ég
tók við af henni og var svo forstöðukona næsta vetur líka. Þennan fyrri
vetur minn voru miklir erfiðleikar í skólanum. Mislingar komu upp,
og þó það sem verra var, rafmagnið fór af staðnum og ekkert raf-
magn var í 6 vikur. Við áttum að hafa skólann í fullum gangi og
það voru engin tæki til að bjarga sér með þegar rafmagnið fór. Jósafat
frá Brandsstöðum var þá hjá okkur og hann útvegaði okkur 3 olíu-
gasvélar. Síðar var fengin koksvél, svo að hægt væri að bjargast þótt
rafmagnið færi. Kyndingin var mjög léleg. Ketillinn var alltof lítill
fyrir þetta stóra hús. Reynt var að kynda dag og nótt á fullu, en það
vildi blossa upp og þurfti að vaka yfir þessu. Þessir miklu erfiðleikar
leiddu til þess að það voru mjög fáar umsóknir næsta vetur eða aðeins
18 alls. En þetta varð indæll hópur nemenda og við vorum eins og ein
fjölskylda. Þann vetur gekk allt vel, aðeins ein stúlka var veik í tvo
daga.
Fluttist þú svo að Höskuldsstöðum?
Nei, nei, ég fór í framhaldsnám til Árósa í Danmörku og var þar í 6