Húnavaka - 01.05.1982, Page 35
HÚNAVAKA
33
torfbær með timburhlið að framan. Það mun hafa verið um svipað
leyti, að Benedikt Benediktsson reisti myndarlegt timburhús á bakk-
anum fyrir vestan Salthúsið, var þar bæði verslun og íbúð. Hús þetta
var alltaf nefnt Benediktshús meðan hann bjó þar, en seinna Ásbyrgi eins
og getið verður um síðar. Hafði Benedikt fiskmóttöku og fiskverkun
fyrir Höepfnersverslun. Hann var mikill framtaksmaður, ræktaði til
dæmis stóran blett á Nesinu, þar sem síðar var byggður Klettur. Átti
hann bæði kýr og töluvert af kindum, sem hann heyjaði fyrir í Kálfs-
hamarslandi. Þvínæst byggði Jóhannes Jóhannesson/cfarr/ú'. Var það
myndarlegt timburhús og stóð á Nesinu fyrir norðan Hátún. Það var
til íbúðar fyrir fjölskyldu hans og skipshöfn, því að Jóhannes var
formaður. Um svipað leyti byggði Sigurður Ferdinantsson Miðhús, var
það lítið timburhús er stóð á milli Hátúns og Iðavalla. Fleiri hús voru
ekki byggð á Kálfshamarsnesi fyrir 1910.
I næsta nágrenni við Kálfshamarsnes voru einnig nokkur tómthús-
kot. Tjörnin skildi þau frá Nesinu, en þar bjuggu sjómenn, sem réru
frá Kálfshamarsvík og tilheyrði sú byggð í rauninni því þorpi, sem
BJARNI TH. GUÐMUNDSSON er
fæddur 22. mars 1903 á Skagaströnd.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Kristjánsson og María Eiríksdóttir bæði
af Fjallsætt og þremenningar við
Magnús Björnsson fræðimann á Syðra-
Hóli. Foreldrar Bjarna fluttust að
Hvammkoti, þegar hann var á barns-
aldri.
Þegar Bjarni var 15 ára gamall fór
hann á sína fyrstu vertíð suður til Keflavíkur, og síðan fór hann þangað flest ár
til þrítugs. Þá flytur hann alfarinn til Akraness og er þar í 32 ár. Hann sat 8 ár
í bæjarstjórn Akraness og átti um skeið sæti í bæjarráði. Fyrri kona hans var
Ingibjörg Sigurðardóttir, og áttu þau þrjá syni. Hún andaðist 17. júlí 1933.
Síðari kona hans er Þuriður Guðmundsdóttir ljósmóðir. Þau eiga einn son,
Pál, menntaskólakennara.
Síðustu 17 árin hefur Bjarni búið í Reykjavík.
3