Húnavaka - 01.05.1982, Page 36
34
HÚNAVAKA
myndaðist við Kálfshamarsvík. Fyrir utan Kálfshamarsnes er Einars-
nes, þar var býli, sem nefndist Framnes. Var það í Sauralandi, en
eigandi Hafna á Skaga átti þá Sauralandið. Ekki veit ég hvenær
Framnes var fyrst byggt, það var torfbær með timburhálfgafli. Lengi
bjó þar Benedikt Pálsson, hann stundaði sjóróðra frá Sauravík eða
Kálfshamarsvík og hafði einnig belju og nokkrar kindur. Síðast bjó
þar Páll sonur hans til 1920. Eftir það hefur Framnes verið í eyði.
Búðarhús voru torfbær í Sauralandi, góðan spöl fyrir sunnan Saura.
Þau byggði löngu fyrir aldamót maður að nafni Pétur. Ekki veit ég um
föðurnafn hans, en þar voru oft formenn með skipshafnir sínar og réru
frá Sauravík eða Kálfshamarsvík. Þessi sjóbúð var lögð niður stuttu
eftir síðustu aldamót.
Fyrir ofan Tjörnina upp af Kálfshamarsnesi, byggði Guðlaugur
Eiríksson, móðurbróðir minn, stuttu eftir aldamótin Holt, torfbæ með
timburhálfgafli að sunnan. Átti hann þar heima til dauðadags árið
1914. Bárubúð byggði Sigurður Jóhannsson árið 1906, var það torfbær
og stóð við malarkambinn nokkuð fyrir sunnan endann á Tjörninni.
Sigurður var heljarmenni að burðum og stór vexti, gekk undir nafninu
Siggi stóri. Aldrei var hann við kvenmann kenndur og var lengst af
einbúi. En hann var oftast formaður á eigin bát, og bjuggu þá sjómenn
hans stundum hjá honum. Þarna bjó hann uns hann drukknaði við
annan mann út af Hraunsvík 17. desember 1913, þá aðeins 44 ára að
aldri. Þau voru systrabörn Sigurður og móðir mín, bæði af svokallaðri
Fjallsætt. Bárubúð var rifin eftir lát Sigurðar.
Á hæð þeirri fyrir utan og ofan Kálfshamar, sem nefnist Húsabrún,
stóð býli er Garðshorn hét. Var það torfbær með timburhálfgafli að
framan. Þann bæ byggði Júlíus Jósefsson, er lengi var í Króksseli,
hann byggði Garðshorn laust eftir aldamótin. Þeir sem þar voru höfðu
alltaf nokkrar skepnur og fengu að heyja handa þeim í Kálfshamars-
landi, en stunduðu jafnframt sjóróðra. Lengst bjó þar Lárus Guð-
mundsson og Una Frímannsdóttir með fjölskyldu sína. En síðast mun
hafa verið þar Margrét Pálsdóttir með dætur sínar. Nú mun Garðs-
horn í eyði, eins og fleiri tómthús í Nesjum.
Árið 1910 hefur mikil breyting átt sér stað, frá því manntal var tekið
um aldamótin. Á manntalinu, sem tekið var í desember 1910, eru
skráðir íbúar þessa svæðis við Kálfshamarsvík alls 75 manns í 10
íbúðarhúsum.