Húnavaka - 01.05.1982, Page 38
36
HÚNAVAKA
Bárubúð: Sigurður Jóhannsson, Björn Árnason, k.h. Sólveig Bene-
diktsdóttir, 3 börn þeirra og 10 sjómenn.
Garðshorn: Júlíus Jósefsson, bústýra hans Sigurlaug Jóhannesdóttir
og 3 börn Júlíusar.
II Byggðin 1910-1920
Þá urðu litlar breytingar á Kálfshamarsnesi, aðeins eitt hús var
byggt. Var það Barnaskólahúsið, sem var fremur lítið timburhús, ein
hæð með lágu risi. Hús þetta var stutt austan við Hátún og stendur
enn, þegar þetta er ritað. Málfundafélag, sem um skeið starfaði í
þorpinu, reisti þetta hús ásamt fleirum og gegndi það bæði hlutverki
samkomuhúss og skólahúss. Á þessum árum var eitt hús rifið á Nesinu,
var það Karlsbúð.
I nágrenni Kálfshamarsness urðu líka nokkrar breytingar. Þá
byggði Rögnvaldur Jónsson Steinsholt, fyrir sunnan Holt og við
Tjörnina. Var það torfbær með timburgafli og timburhlið að framan.
Voru þar herbergi á lofti fyrir sjómenn, en Rögnvaldur átti bát og var
formaður. Hann drukknaði í júlí 1914 ásamt Valdimar syni sínum,
Guðlaugi í Holti og Valdimar syni hans, og einnig Jens Steinsen, er
hafði verið vinnumaður hjá föður mínum í níu ár. Það var hald manna
að stórfiskar hefðu grandað þeim. Nokkru síðar var Steinsholt rifið og
selt. Malarland var byggt um svipað leyti og Steinsholt, það gerði Bjöm
Árnason, faðir Boga Björnssonar og þeirra systkina. Malarland var
torfbær með timburgafli að framan. Stóð það líka við malarkambinn
eins og Bárubúð, en var nær enda Tjarnarinnar. Það var rifið nokkru
eftir 1920.
Sigurjón Hallgrímsson byggði Nýjabae 1912, en reif hann svo aftur
1914 eða 1915 og flutti burt, og byggði þá upp í Örlygsstaðaseli.
Nýibær stóð í Kálfshamarslandi nokkru fyrir ofan Kálfshamar, upp
við svonefndan Rinda. Var það torfbær með timburhálfgafli að
sunnan. Þar hefur ekki verið byggt síðan.
Á manntalinu, sem tekið var í desember 1920, eru skráðir íbúar
þessa svæðis við Kálfshamarsvík 37 manns í 9 húsum:
Kl'ópp: Kristján Eiríksson, k.h. Guðrún Hannesdóttir og 1 sonur
þeirra.