Húnavaka - 01.05.1982, Page 42
40
HÚNAVAKA
fyrir ofan Ægissíðu. En Malarland var rifið á þessum árum. Fyrir ofan
Garðshorn voru Blómsturvellir. Það var torfbær með timburhálfgafli að
framan, þann bæ byggði Páll Benediktsson, sem áður bjó á Framnesi.
Þá var Jaðar byggður nokkuð fyrir sunnan Garðshorn, þann bæ byggði
Frímann Lárusson, var það torfbær með timburgafli að framan. Frí-
mann hafði áður búið á Tjarnarlandi, fyrir neðan bæinn Tjörn.
Á manntalinu, sem tekið var í des. 1930, eru skráðir á þessu svæði
við Kálfshamarsvík alls 67 manns í 14 húsum. Á Kálfshamarsnesi voru
þessi hús:
Klöpp: Ögmundur Björnsson, k.h. Guðrún Oddsdóttir og 3 börn
þeirra.
Hátún: Jóhann Helgason, k.h. Margrét Ferdinantsdóttir og 1 sjó-
maður.
Iðavellir: Jóhannes Jóhannesson, k.h. Guðrún Guðjónsdóttir og 2
börn þeirra og 3 sjómenn.
Klettur: Bjarni Th. Guðmundsson, k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir og 2
börn þeirra. Sigurður Ferdinantsson og sonur hans Örn Fríðhólm.
Árnínuhús: Árnína Árnadóttir og 3 börn.
Lambastaðir: Þorsteinn Þorsteinsson, k.h. Halldóra Guðmundsdóttir.
Salthúsloft: Gísli Stefánsson, k.h. Ingibjörg Björnsdóttir, 2 stúlkur og
Frímann Sigurðsson.
Hvammur: Ari Einarsson og Einar Sigurðsson.
Hús og íbúar í nágrenninu 1930:
Holt: Guðmundur Einarsson, k.h. Margrét Benediktsdóttir og 8
börn þeirra.
Steinsholt: Sumarliði Sigurðsson, k.h. Aðalheiður Ólafsdóttir.
Ægissíða: Sigurður Júlíusson, k.h. Guðbjörg Guðjónsdóttir og 2
börn þeirra.
Garðshorn: Lárus Guðmundsson, k.h. Una Frímannsdóttir og 4 börn
þeirra.
Jaðar: Frímann Lárusson, k.h. Þóra Frímannsdóttir og 2 börn þeirra.
Einnig Lárus Guðjónsson.
Blómsturvellir: Páll Benediktsson, búst. h. Kristín Bjarnadóttir og 4
börn þeirra.