Húnavaka - 01.05.1982, Síða 44
42
HÚNAVAKA
Saga þorpsins nær í rauninni aðeins yfir tæpa hálfa öld. Samkvæmt
framantöldu virðist íbúafjöldi þorpsins vera mestur árið 1910, 75
manns, en þess er þó að gæta að þá eru skráðir þar margir sjómenn sem
ekki höfðu fasta búsetu. En líklegt er að þegar byggðin stóð í mestum
blóma, hafi um vertíðartímann verið enn fleiri á staðnum.
Hvað olli því að byggðin lagðist svo snögglega af? Til þess lágu
ýmsar ástæður. Eins og getið er um að framan myndaðist blómleg
útgerð við Kálfshamarsvík í upphafi þessarar aldar, enda Kálfsham-
arsvík tvímælalaust besta höfnin austan við Húnaflóa. Að vísu var
nokkuð langt róið á góð fiskimið, þar sem var vænan og góðan fisk að
fá. En mesta blómaskeiðið var á milli 1920 og 1930, eftir að vélar komu
í opnu bátana. Þá voru byggðar tvær trébryggjur fyrir trillubátana,
var önnur bryggjan undan skúrum er voru austan við Salthúsið, en
hin töluvert ofar við víkina undan skúrum er þar voru. En þegar
heimskreppan skall á um 1930, þá lækkaði svo verð á fiski að það fór
niður í 5 aura hvert kg af fullsöltuðum fiski, en 2 aura kostaði kg af
saltinu. Þetta hafði mjög slæm áhrif á afkomu manna. En úrslitum réð
fyrir þetta byggðarlag, að um líkt leyti fór að tregast fiskur í Húnaflóa.
Eftir nokkur ár mátti heita ördeyða hvar sem lína var lögð í sjó, þar
s^m áður þóttu góð fiskimið. Ekki hafði þessi fámenna byggð bolmagn
til að aðlagast breyttum atvinnuháttum í sjávarútvegi eins og gerðist á
stærri stöðum, þar sem keyptir voru þilfarsbátar, reist frystihús, hafnir
stórbættar o.s.frv.
V Mannlífið við Kálfshamarsvík
Eg kom á Kálfshamarsnes síðastliðið sumar, 1981, þar var dauflegt
um að litast. Aðeins eitt hús stendur þar uppi, er það Barnaskólahúsið.
Ég gekk á milli húsgrunna og sá í huga mér fólkið, sem þarna hafði átt
heima. Það var eins og að ganga á milli leiða í kirkjugarði. Þarna hafði
búið fátækt fólk, sem allt háði harða lífsbaráttu. Það stóð vel saman,
menn voru jafnan reiðubúnir að rétta hver öðrum hjálparhönd án þess
að um nokkra greiðslu væri rætt.
Þegar ég hugsa til mannlífsins við Kálfshamarsvík þau 13 ár sem ég
átti þar heima, kemur margt í huga mér. Þarna var oft glatt á hjalla,
fólk skemmti sér saman bæði ungir og gamlir. Þegar dansleikir voru