Húnavaka - 01.05.1982, Page 52
50
HÚNAVAKA
Gísla einum.3 Sameiginlegt er báðum ritunum að þau fjalla langítar-
legast um samtímaviðburði höfundanna en þynnast eftir því sem
frásögnin verður þeim fjarlægari. Nokkrir kaflar úr Húnvetningasögu
hafa verið gefnir út sem sérstakar bækur.
Annað rit, sem segir samfellda húnvetnska sögu, er Brandsstaða-
annáll Björns Bjarnasonar (1789-1859) og nær hann yfir árin 1783-
1858, Heimildamaður um árin fyrir minni Björns var faðir hans.
Annállinn er ekki fremur en aðrir annálar nein heildarsaga umrædds
timabils, en tvímælalaust besta samfelld frásögn af um 70 ára skeiði í
sögu Austur-Húnavatnssýslu. Hlutur persónusögu er lítill, burðarás-
inn er árferðis- og búskaparsaga til lands og sjávar og verslunarmálum
eru gerð allgóð skil. Skemmtileg innskot rjúfa frásögnina, s.s. um
klæðaburð fólks og greint er frá kaupi og kjörum vinnufólks og hversu
framboð á vinnuafli var mikið. Um einstök mál eru ítarlegir kaflar og
ber þar hæst umfjöllun um fjárkláðann mikla og niðurskurðinn í
kjölfar hans. Frásögn Björns um kláðann hefst 1857, framhaldið
kemur ári síðar, en annállinn þrýtur áður en sögunni er lokið.
Brandsstaðaannáll var gefinn út árið 1941. Jón Jóhannesson ann-
aðist útgáfuna og honum farast svo orð um heimildagildi annálsins i
formála:
. . . hann [þ.e. annállinn] er hagsaga sýslunnar um meira en 70 ár
og veitir merkilegar upplýsingar um ýmis atriði í hinu daglega
lífi og viðhorf manna við því. Er hann að ýmsu leyti alveg
einstæður í sinni röð og virðist vera mjög áreiðanlegur.4
Öðru fremur er það einmitt áhersla Björns á Brandsstöðum á af-
komu til sjávar og sveita, en ekki róstur og málaferli misjafnra manna,
sem gerir annál hans að sígildu verki um austur-húnvetnska sögu.
Æviágrip Björns Bjarnasonar eftir Magnús Björnsson á Syðra-Hóli
birtist árið 1959.5 Til þess, auk formála Jóns Jóhannessonar sem fyrr er
nefndur, skal vísað um upplýsingar um Björn og önnur ritstörf hans en
Brandsstaðaannál.
Annað rit, Hrakfallabálkur Rósbergs G. Snædal, er einnig ritað í
annálsformi. Hann byggir á prentuðum og óprentuðum heimildum
og tilvísanir eru nákvæmar. 1 Hrakfallabálki segir frá slysförum,
harðindum og öðrum ótíðindum í Húnavatnsþingi 1600-1850 og í
formála boðar höfundur útkomu annars bindis sem ná skuli til 1950.