Húnavaka - 01.05.1982, Page 56
54
HÚNAVAKA
Þessi fáu dæmi, sem hér eru tilfærð, eru lýsandi fyrir þá skoðun
höfundar að hin aldna bændamenning hafi átt sér einstakt vígi meðal
smákónga Húnvetninga. Einnig segir hann áhrif Þingeyraklausturs
hafa verið mikil og góð um allt héraðið og kemst að þeirri niðurstöðu
að það hafi verið „menningarmiðstöð á alheimsmælikvarða.“16 Margt
fleira mætti tína til um skoðanir Páls á Húnvetningum og athöfnum
þeirra en hér verður staðar numið. Spurn hlýtur þó að verða hverjum
og einum sem les kaflann um ranghverfuna (492-498), hvort ekki sé
helst til langt seilst að skýra afbrotaöldu þá og lausung sem gekk yfir
héraðið á öndverðri 19. öld með sérstakri athafnaþrá og framtakssemi
héraðsbúa.
Að mörgu leyti er síðasti hluti bókarinnar, ritgerðasafnið, lakastur
og bestur. Lakastur vegna þess að þar ræður ferðinni gersamlega
hóflaus aðdáun einstaklings á sveitungum sínum og heimahéraði og
gagnrýnislaus afstaða til viðfangsefnisins er alls ráðandi. Að hinu
leytinu er þetta besti hluti bókarinnar því hann er í raun réttri
stefnuskrá höfundar gagnvart ritun Húnvetningasögu og þ.á.m.
Föðurtúna. Ómögulegt er að ætla annað, en að skoðanir höfundar á
góðu og illu, merkilegu og ómerkilegu, hafi ráðið miklu (og e.t.v.
mestu) um það frá hverju er sagt og hverju er sleppt. Allt sem á
einhvern hátt er stórt og mikið varðar höfundi veginn um héraðið, frá
öðru er miður eða ekki sagt.
Eins er eftirtektarvert að Páll hliðrar sér hjá því að ræða um
sjávarnytjar og sjósókn, þrátt fyrir þá miklu björg sem Húnvetningar
hafa jafnan sótt í greipar ægis. Hann kýs að segja söguna af sjónarhóli
góðbænda til landsins og lætur sem útgerð við austanverðan Húnaflóa
hafi litlu skipt í tímans rás, hvað þá heldur verferðir vestur undir Jökul
eða suður á Suðurnes.
Föðurtún Páls Kolka eru mikið stórvirki þrátt fyrir aðferðafræðilega
galla við vinnslu bókarinnar. í ritinu eru dregnar saman óhemju
upplýsingar á einn stað, einkum um persónusögu og ætta. Einnig eru
þar merkar upplýsingar um byggð og eyðingu jarða og gefa þær um
margt heillega mynd. Föðurtún voru skrifuð sem alþýðlegt uppsláttar-
og fræðslurit og náðu mikilli útbreiðslu.
Síðan Páll skrifaði bók sína hefur engin heildstæð tilraun verið gerð
til þess að rita samfellda húnvetnska sögu. Hins vegar hefur frétta-
annáll næstliðins árs birst í Húnavöku frá 1963 og hefur hann orðið æ
fyllri með árunum. Til þessa annáls verður tvímælalaust leitað um