Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 57
HÚNAVAKA
55
upplýsingar þegar skrifað verður um atburði sem gerst hafa í héraðinu
á síðustu tveimur áratugum.17
1 Jón Espólin og Einar Bjarnason: Saga frá Skagfirðingum 1685-1847. Fjórða bindi.
Kristmundur Bjarnason, Hannes Pétursson og ögmundur Helgason höfðu um-
sjón með útgáfunni. Rv., Iðunn, 1979. s. 133-135.
2 Sjá t.d. ritfregn Inga Sigurðssonar um Sögu frá Skagfirðingum. Saga 18 (1980)
309-311.
3 Gísli Konráðsson: Saga Skagstrendinga og Skagamanna. Formáli eftir Pál V. G. Kolka.
Rv., ísafold, 1941.
4 Björn Bjarnason: Brandsstaðaannáll. Utg. Sögufélagið Húnvetningur og Húnvetn-
ingafélagið í Reykjavik. Rv. 1941. s. 6.
5 Magnús Björnsson: Hrakhólar og höfuðból. Ak., POB, 1959. s. 184-207.
6 Rósberg G. Snædal: Hrakfallabálkur. Slysfarir, harðindi og önnur ótíðindi i Húna-
vatnsþingi 1600-1850. I. Ak., Skjaldborg, 1969.
7 Páll V. G. Kolka: Föðurtún. Rv., höf., 1950.
8 Páll V. G. Kolka, vii.
9 Páll V. G. Kolka, viii.
10 Páll V. G. Kolka, xvi.
11 Páll V. G. Kolka, ix.
12 Páll V. G. Kolka, 444.
13 Páll V. G. Kolka, 468.
14 Páll V. G. Kolka, sjá hér t.d. 470-471 og 492-498.
15 Páll V. G. Kolka, 447.
16 Páll V. G. Kolka, 479.
17 Húnavaka. 3.-20. árg., 1963-1980. Útgefandi Ungmennasamband Austur-Hún-
vetninga. Ak. 1963-1980.
III. Saga atvinnuhátta og samgangna
1. Landbúnaður
Húnavatnssýsla er blómlegt landbúnaðarhérað og löngum hefur
þótt þar gott undir bú, svo ekki er að undra að margt hefur þar verið
rætt og ritað um landbúnaðarmál. Skrif sem á einhvern hátt tengjast
atvinnuháttum til sveita yfirgnæfa alla aðra efnisflokka húnvetnskrar
sagnaritunar að sagnaþáttum slepptum. Þess ber einnig að gæta að
efni flestra húnvetnskra sagnaþátta á rót sína í sveitum sýslunnar og úr
þeim má oft lesa margvíslega vitnisburði um félagslegar aðstæður
meðal sveitafólks á fyrri tíð. Þá hefur ritun húnvetnskrar búnaðarsögu
dregið dám af því að í héraðinu var stofnað fyrsta hreppabúnaðarfélag
landsins árið 1842, Búnaðarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðar-