Húnavaka - 01.05.1982, Page 60
58
HÚNAVAKA
Af öðrum ritgerðum um búnaðarsögu Húnvetninga skal hér nefnd
grein Þorsteins Konráðssonar um eyðibýli, -hjáleigur og -sel, en þar er
gerð tilraun til þess að stað- og tímasetja eyðibyggð í héraðinu. Einnig
skal bent á vel gerða grein í Húnavöku 1976 eftir Guðmund Jósafats-
son um skóga í Húnavatnsþingi. Þar rekur höfundur frásagnir um
skóga í sýslunni og eyðingu þeirra og styður mál sitt svo vel heimildum
sem kostur er.
Loks er rétt að benda á ótal viðtöl við bændur og búalið er birst hafa
í Húnavöku, auk ævisagna og endurminninga einstaklinga.
Bjarni Jónasson: Búnaðarfélag Sveinsstaðahrepps. Aldarminning. Ársrit Rœktunar-
félags Norðurlands 62 (1965) 7-59.
Búnaðarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu. Húnaþing II, 39-57. (Húnaþing I-II, sjá VI.
kafla og ritaskrá þar.)
Guðmundur Jósafatsson: Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga. Húnaþing II, 1-38.
Guðmundur Jósafatsson: Horft yfir Húnaþing. Búnaðarrit 67 (1954) 51-92.
Guðmundur Jósafatsson: Skógar í Húnavatnsþingi. Húnavaka 16 (1976) 23-34.
Jón Guðmundsson: Búnaðarfélag Torfalækjarhrepps 50 ára. Búnaðarrit 52 (1938)
242-249.
Jón Kr. Jónsson: Búnaðarfélagið í Húnavatnssýslu 75 ára. Söguágrip eftir Jón Kr.
Jónsson, bónda á Másstöðum. Búnaðarrit 54 (1940) 18-46.
Jónas B. Bjarnason: Búnaðarfélög Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreþþa. Aldarminning. Otg.
Sögufélagið Húnvetningur. Ak. 1944.
Jónas B. Bjarnason: Þættir úr búnaðarsögu Áshrepps. Ársritið Húnvetningur 3 (1960)
3-12.
Þorsteinn Guðmundsson: Jarðabótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa
1842-1863. Húnavaka 15 (1975) 67-73, 16 (1976) 74-78.
Þorsteinn Konráðsson: Skrá yfir eyði-býli, -hjáleigur, og -sel í Húnaþingi. Árbók Hins
islenzka Fomleifafélagsins (1932) 60-71.
2. Sjávarútvegur
Svo undarlegt sem það er, þá hefur næsta lítið verið skrifað um
sjávarútveg við austanverðan Húnaflóa. Að slepptum stökum köflum
í safnritum hefur ekkert slíkt efni rekið á fjörur mínar nema sagnir
einar eða frásagnir af slysförum. Um atvinnusöguna sjálfa er hins
vegar ekkert að hafa umfram það sem kemur fyrir í einstökum rit-
gerðum í Húnaþingi og einnig í frásögnum Magnúsar Björnssonar
sem síðar verður um rætt. Eina ritgerðin um atvinnuhættina sem slíka
er stutt grein Sigurðar Björnssonar í Húnaþingi og verður hún að
sætta sig við að standa ein á ritaskrá. Sýnist tími til kominn að sögu