Húnavaka - 01.05.1982, Page 62
60
HÚNAVAKA
lagsverslunina við Húnaflóa, Grafaróssfélagið, Vörupöntunarfélag
Húnvetninga og Skagfirðinga auk smærri samtaka.
Mikið hefur verið ritað um verslunarsamtök bænda á Blönduósi og
samvinnustarfsemina þar. I Tímariti íslenskra samvinnufélaga birtist
þegar á árinu 1922 ítarleg grein um sögu Kaupfélags Húnvetninga og
það hve hún er snemma skrifuð hefur áreiðanlega borgið margvísleg-
um fróðleik um sögu félagsins. Höfundar hennar voru þeir Björn
Sigfússon á Kornsá, Jón Jónsson í Stóradal, Jónas B. Bjarnason og Jón
Kr. Jónsson. Pétur Sæmundsen skrifaði grein í Húnavöku 1967 og
fjallaði um upphaf verslunarstaðar á Blönduósi. Hann er sá eini sem
skrifað hefur um upphaf verslunar þar. Bjarni Jónasson ritaði svo enn
að hluta til um sama efni og Gísli og höfundar Kaupfélagssögunnar í
Samvinnuna 1946 um Kaupfélag Húnvetninga og aðdragandann að
stofnun þess. Aðra grein á hann í Samvinnunni 1958 og greinir þar frá
stofnun Sláturfélagsins. Seinast hefur Pétur B. Ólason skrifað um
samvinnufélögin í sýslunni í Húnaþing. Þar er saga Kaupfélagsins og
Sölufélagsins rakin frá stofnun félaganna og fram um 1970.
Bjami Jónasson: Kaupfélag Húnvetninga. Samvinnan 40 (1946) 217-221, 276-278,
312-317. Leiðréttingar eru í sama árg., 320 og 141:10 (1947) 24.
Bjarni Jónasson: Upphaf Sláturfélags Austur-Húnvetninga. Samvinnan 52:8 (1958)
14-16, 25.
Björn Sigfússon o. fl.: Saga Kaupfélags Húnvetninga. Timarit íslenskra samvinnufélaga
16(1922) 49-112.
Gísli Magnússon: Þættir úr þróunarsögu. Heima er bezt 16 (1966) 16-19, 43-47, 89-91,
129-132, 163-165.
Páll Jónsson: Saga Kaupfélags Skagstrendinga, Höfðakaupstað. Húnaþing I, 202-222.
Pétur B. Ólason: Samvinnufélögin á Blönduósi. Húnaþing I, 163-201.
Pétur Sæmundsen: Frá upphafi verzlunarstaðar á Blönduósi. Húnavaka 7 (1967)
88-98.
Sigfús Haukur Andrésson: Þegar Höfðakaupstaður var eini verzlunarstaður Húna-
vatnssýslu. Húnaþing I, 474-506.
4. Samgöngur
Samgöngur og samgönguhættir hafa freistað nokkurra höfunda og
að mörgu leyti eru greinar þeirra heilleg yfirlit á þeim grundvelli sem
hverri og einni er markaður.
Einu heimildir mínar um samgöngur við eða á sjó eru ítarleg grein
um hafnargerð á Skagaströnd eftir Magnús Konráðsson sem birtist í
Tímariti Verkfræðingafélags Islands 1939. önnur grein um sama efni