Húnavaka - 01.05.1982, Page 69
HÚNAVAKA
67
einnig skrá um þætti í bindunum fimm. Útgáfustarfsemi Sögufélags-
ins lá síðan niðri um nokkurt skeið en það var svo meðútgefandi að
Húnaþingi I-II sem um verður fjallað í næsta kafla.
I Svipum og sögnum eru 45 þættir eftir 15 höfunda oger meginhluti
efnisins skráður af útgáfunefndarmönnum Sögufélagsins; Bjarna
Jónassyni í Blöndudalshólum, sr. Gunnari Árnasyni á Æsustöðum og
Magnúsi Björnssyni á Syðra-Hóli, en þeir sátu jafnframt í stjórn
félagsins. Af öðrum höfundum á Jónas Illugason í Brattahlíð mest
efni.
I formála að fyrstu bókinni segir sr. Gunnar um efni hennar:
I bók þessari eru nokkrir þættir um menn og málefni í Húna-
vatnsþingi frá liðnum dögum, sem stjórn Sögufélagsins Hún-
vetningur taldi, að væru betur að nokkru geymdir, en að öllu
gleymdir. . . . Allt eru þetta alþýðlegar ritsmíðar, eins og þær
bera með sér, og er því ekki hirt að rekja að ráði ættir þeirra
manna, er við sögu koma,. . . .2
Efni ritsins var með þessum orðum sett á bás með öðrum þjóðlegum
fróðleik. Ýjað er að því að persónusaga skipi stóran sess og sú varð
einnig raunin á. Sagnaþáttaform einkennir bækurnar og frásagnir eru
fremur tengdar einstökum persónum en málefnum. Af því leiðir að
þetta fimm binda ritsafn gefur enga heildarmynd af sögu Austur-
Húnavatnssýslu á tilteknum tíma.
Tilvísanir til heimilda eru þokkalega nákvæmar hjá þeim sem mest
og best rita, en fæð þeirra setur hins vegar sterkan svip á verkið í heild.
Þetta hafa ritnefndarmenn verið sér vitandi um og í formála að öðru
bindi segir sr. Gunnar m.a.:
Enn verður góðfús lesandi að muna, að höfundar þáttanna búa í
afskekktinni og eiga þess lítinn kost að viða sér heimilda úr
skjalasöfnum höfuðborgarinnar. Hér er aðeins um alþýðlegan
fróðleik að ræða, borinn fram á hversdagslegan hátt.3
Þannig eru bækurnar ritaðar af leikmönnum og fyrir leikmenn,
enda náðu þær miklum vinsældum þegar í stað. Höfundum var ekki
markað ákveðið tímaskeið til umfjöllunar en almennt má segja að
ritsmíðar þeirra fjalli um atburði sem gerðust á árunum 1750-1920.
Einkum er 19. öldin vinsælt umfjöllunarefni. Frávik eru svo frá þess-
um tímamörkum í báðar áttir.