Húnavaka - 01.05.1982, Page 72
70
HÚNAVAKA
persónubundin og hagsögulegt efni hefur lítt freistað hans. Ævisaga
Jóhannesar er best vegna þess hve miklu rými er í henni varið til
frásagnar um Lestrarfélag Langdæla og hefur sem slík menningar-
sögulegt gildi.
Aðra ritgerð Gunnars, Af Laxárdal9, er rétt að nefna því hún fjallar
að mestu um Fremri-Laxárdal sem nú er kominn í eyði. Rætt er um
býli og ábúendur á seinni hluta 19. aldar og þar til byggð lagðist af á
þeirri 20. Greinin er lipurlega gerð en heimildaaðföng og tilvisanir til
þeirra eru ófullnægjandi. Hún verður þó að teljast betur komin á bók
en ekki, þar sem lítið annað hefur verið skrifað um byggð á þessum
slóðum.
Magnús Björnsson var afkastamestur þeirra höfunda sem hér er
sagt frá. Hann fæddist á Syðra-Hóli árið 1889, hóf þar búskap 1917 og
bjó þar til æviloka 1963. Sjálfsævisaga hans birtist í safnritinu Is-
lenzkir bændahöfðingjar og sr. Gunnar Árnason skrifaði ævisögu hans
að honum látnum.10 Vísast til þessara rita um æviferil hans og störf.
Rit Magnúsar eru bæði mikil að vöxtum og vel skrifuð. Þrjár bæk-
ur; Mannaferðir og fornar slóðir (1957), Hrakhólar og höfuðból (1959)
og Feðraspor og fjörusprek (1966) bera allar höfundarnafn hans og eru
skrifaðar af honum einum. Sú síðasta kom út nokkru eftir lát hans. Þá
á Magnús stærstan hlut einstakra manna í Svipum og sögnum. Skrá
um rit hans er birt í Feðraspor og fjörusprek, 250-54, í samantekt
Bjarna Jónassonar og nær hún til prentaðra sem óprentaðra rita.
Einkenni á allri sagnaritun Magnúsar er hve mjög hann persónu-
gerir alla hluti. Hann segir sögur af fólki og lífshlaupi þess. Ætt-
fræðiáhugi hans er mikill og aðalpersónur hvers þáttar kynnir hann
ævinlega fyrir lesandanum með því að skyggnast til forfeðra og for-
mæðra viðkomandi. Sjálfur kemst hann svo að orði um mannfræði-
áhuga sinn:
Ég fór snemma að grúska í ættum og heyja mér þann fróðleik,
sem hægt var á því sviði. Eg komst yfir nokkrar gamlar ættar-
tölur, og spurði fróða menn og skrifaði eftir þeim. Eg fékk að láni
handrit af Húnvetninga sögu og Skagstrendinga sögu Gísla
Konráðssonar. . . . afritaði ég bæði þessi rit. . . . Ýmislegt fleira
hef ég afritað. Ættfræði er heillandi. . . . Ég hef lengi safnað í
sagnaþætti af húnvetnskum mönnum, og atburðum, er gerzt
hafa í héraði, og frásagnar verða má telja.11