Húnavaka - 01.05.1982, Page 74
72
HÚNAVAKA
Að langmestu leyti er þáttur þessi skráður eftir sögnum Sigur-
laugar Guðmundsdóttur í Ási, en hún sagði mér margt um
forfeður sína og frændur fyrir allmörgum árum og áréttaði sumt
síðar. Nokkuð er tekið eftir Brandsstaðaannál og Húnvetninga
sögu Gísla Konráðssonar. Loks hef ég sótt ártöl og dagsetningar í
kirkjubækur Grimstungu- og Undirfellssókna.12
Sennilega verður ekki öllu betur gerð grein fyrir munnlegum
heimildum en hér er gert nema með því að fá beina staðfestingu þriðja
aðila. Við tölulega athugun á heimildanotkun Magnúsar í 41 grein og
sagnaflokkum í Svipum og sögnum og bókum hans þrem, kom í ljós að
eftirtaldir heimildaflokkar eru mest notaðir og er þá hver þeirra aðeins
talinn einu sinni við hverja grein.
1. Munnlegar frumheimildir 21 sinni.
2. Munnlegar síðari heimildir og sagnir 32 sinnum.
3. Kirkjubækur ýmiss konar 14sinnum.
4. Húnvetninga saga og Skagstrendinga saga 10 sinnum.
5. Hreppsbækur 8 sinnum.
Hér sést greinilega hve stóran sess munnlegar frásagnir skipa í
ritverkum Magnúsar Björnssonar. Af áðurnefndri 41 grein og greina-
flokkum byggja 18 á munnlegum heimildum einvörðungu. Flestar
veigamestu greinarnar byggja þó á fleiri tegundum heimilda. Aðrar
tilgreindar heimildir Magnúsar eru mjög fjölbreyttar og bæði prent-
aðar og óprentaðar. Þær eru: Árbækur og Ættatölur Jóns Espólín (5),
aðrar óprentaðar ættartölur (5), dóma- og þingbækur Húnavatnssýslu
(4), Brandsstaðaannáll (2), aðrir annálar (2), rit Einars Bjarnasonar
(2), Jarðabók Árna og Páls (2), Manntalið 1703 (2), önnur manntöl
(2), íslenskt fornbréfasafn (2) og sendibréf (2). Tölur innan sviga sýna
fjölda þeirra greina sem hver heimild er notuð í. Enn eru ónefndar af
tilvitnuðum heimildum Magnúsar tímaritsgreinar eða önnur prentuð
gögn auk óprentaðra heimilda á Þjóðskjalasafni. Til hverrar þeirra
heimilda er vitnað einu sinni.
Bjarni, Gunnar og Magnús eiga margt sameiginlegt. Þeir eru allir
að skrá alþýðlegan fróðleik fyrir alþýðufólk. Sögusvið þeirra er Aust-
ur-Húnavatnssýsla og þeir einbeita sér að því að segja frá einstakl-
ingum og atburðum sem heimkynni áttu þar. Magnús segir ekki síst
sögur af smælingjum og lífsbaráttu þeirra en Bjarni og Gunnar halda
sig frekar við brautryðjendur. Skrif Bjarna og Magnúsar um at-