Húnavaka - 01.05.1982, Page 76
74
HÚNAVAKA
Síðan lá tímaritaútgáfa heima í héraði niðri um liðlega einnar aldar
skeið og það var ekki fyrr en Ungmennasambandið hóf að gefa út
Húnavöku árið 1961 sem árviss skráning efnis úr héraðinu komst á
fastan grundvöll. Af Húnavöku hafa nú komið út 20 árgangar og í
þeim
. . . hefur birst efni eftir 241 höfund - 190karla og 51 konu. Þetta
efni hefur verið margbreytilegt. Mest af því er þó tengt þjóðleg-
um fróðleik, málefnum héraðsins eða daglegu lífi fólksins að
starfi eða í leik (Húnavaka 1980, 9.).
Efnið hefur jafnan verið framreitt á alþýðlegan hátt og reynt að
gera ritið aðgengilegt hverjum sem hafa vill. Af sömu ástæðu skortir
nokkuð á að ritið sé traust heimild um liðna viðburði þar sem iðulega
er lítil eða engin grein gerð fyrir heimildum að þeim fróðleik sem fram
er borinn. Úr þessu er brýnt og auðvelt að bæta án þess að gert sé á
hlut aðgengileika ritsins.
Húnvetningafélög utan átthaganna hafa gert tvær tilraunir til
tímaritaútgáfu um húnvetnsk málefni. Húnvetningafélagið á Akur-
eyri gaf út þrjá árganga af Ársritinu Húnvetningi árin 1956, 1957 og
1960 en síðan varð ekki af frekari útgáfu. Af Húnvetningi, ársriti
Húnvetningafélagsins í Reykjavík, hafa nú komið út fimm árgangar;
1973, 1974, 1978, 1979 og 1980. Félagið gaf einnig út myndarlegt
afmælisrit á 25 ára afmæli sínu 1963.
Á árunum 1975 og 1978 kom út safnritið Húnaþing I-II. Að útgáf-
unni stóðu aðilar úr báðum hlutum sýslunnar. Fyrra bindið er rit-
gerðasafn einvörðungu, en hið síðara byrjar á greinum um sögu bún-
aðarsambandanna í hvorri sýslu fyrir sig og jafnframt er þar ágrip af
sögu allra hreppabúnaðarfélaga i héraðinu. Meginefni síðara bindis-
ins er stuttorð lýsing á hverju býli í sýslunni allri og myndir af húsum
og ábúendum. I fyrri köflum þessarar ritgerðar hefur verið drepið á
heiti flestra greina í fyrra bindi Húnaþings, en vantaldar eru nokkrar
greinar sem fjalla um vestur-húnvetnskt efni eingöngu.
Enginn kostur er á að meta sögulegt gildi allra þeirra ritsmíða sem í
Húnaþingi hafa birst, en það stingur í augu að í aðeins einni þeirra,
ritgerð um verslun í HÖfðakaupstað eftir Sigfús Hauk Andrésson, skuli
vísað til heimilda. Aðrir höfundar gera ýmist ófullnægjandi eða enga
grein fyrir heimildum sínum. Þessi ónákvæmni rýrir gildi bókarinnar