Húnavaka - 01.05.1982, Síða 77
HÚNAVAKA
75
að mun og að ósekju hefði útgáfan mátt dragast um örfá ár, hefði það
orðið til þess að betur undirbyggður fróðleikur yrði á borð borinn. Að
nokkru má bæta úr þessum ágöllum með birtingu heimildaskráa í
þriðja bindi Húnaþings, ef af útgáfu þess verður eins og ýjað er að í lok
formála annars bindis.
Þessir ágallar, sem sameiginlegir eru Húnavöku og Húnaþingi, rýra
alls ekki gildi þess að rit um héraðssögu komi út. Að öllum slíkum
ritum er mikill fengur, einkum þar eð í þeim er vettvangur fyrir efni
sem ella ætti ógreiða leið á prent.
Ársritid Húnvetningur, samið og útgefið af Búnaðar- og lestrarfélaginu í Svínavatns- og
Bólstaðarhlíðarhreppum. 1. árg. Ak. 1857.
Ársritið Húnvetningur. Útg. Húnvetningafélagið á Akureyri. (l.)-3. árg. Ak. 1956-1957
og (1960).
Húnavaka. Útg. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga. 1.-20. árg. Ak. 1961-1980.
Húnaþing I-II. Útg. Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga, Búnaðarsamband Vest-
ur-Húnavatnssýslu, Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi, Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga Hvammstanga, Sögufélagið Húnvetningur. Ak. 1975 og 1978.
Húnvetningafe'lagið í Reykjavík 25 ára. 1938-1963. Rv. 1963.
Húnvetningur. Ársrit Húnvetningafélagsins í Reykjavík. 1.-5. árg. Rv. 1973-1980.
VII. Einkenni
Samfellunnar í húnvetnskri sagnaritun er öðru fremur að leita í
hinni gömlu sagnaþáttagerð, hvort heldur sem hún er rakin til Gísla
Konráðssonar eða íslenskra fornrita. Ingi Sigurðsson hefur skilgreint
sagnaþætti svo
. . . að þeir fjalli um persónur og sögulega atburði tengda þeim,
séu stuttir, sögusvið sé oft þröngt, bæði í tíma og rúmi, aðalper-
sónur jafnan fáar. Sagnaþættir 19. aldar voru yfirleitt byggðir á
munnlegum heimildum, en þeir 20. aldar þættir, sem falla undir
þessa grein, eru fremur grundvallaðir á rituðum heimildum,
oftast óprentuðum, og heimildir eru oft tíundaðar nákvæmar en
áður tíðkaðist, þótt ekki sé til þeirra vísað neðanmáls.1
Þessi lýsing fellur eins og flís við rass hvað einkenni á húnvetnskri
sagnaritun á 19. og 20. öld snertir. Eins og bent var á í V. kafla var
L