Húnavaka - 01.05.1982, Page 82
80
HÚNAVAKA
Sigurður Einarsson: Islenzkir bœndahöfðingjar I. Ak., Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar,
1951.
Sólrún B. Jensdóttir: Bókaeign Austur-Húnvetninga 1800-1830. Árbók Landsbókasafns
fslands 25 (1968) 142-166.
Steingrímur Davíðsson: Nokkrir staksteinar við þjóðbrautina. Verkstjórinn 21 (1967)
20-30, 28(1975) 30-42.
Steingrímur Davíðsson: Ungmennasamband Austur-Húnavatnssýslu 50 ára. Skinfaxi
54:1-2 (1963)2-43.
Svipir og sagnir I-V. Útg. Húnvetningafélagið í Reykjavík og Sögufélagið Húnvetn-
ingur. Ak. og Rv. 1948-1962.
Valgerður Ágústsdóttir: Samband Austur-húnvetnskra kvenna (S.A.H.K.). Húnaþing
I, 283-306.
Þorsteinn B. Gíslason: Blönduósskirkja. Húnavaka 9 (1969) 19-28.
Þorsteinn B. Gislason: Kirkjur í Húnaþingi. Húnaþing I, 89-132.
Þorsteinn B. Gíslason: Skólar í Húnaþingi. Húnaþing I, 39-88.
Þorsteinn B. Gislason: Steinnesprestar á 19. öld. Húnvetningur 1 (1973) 71-84.
Þorsteinn Guðmundsson: Jarðabótafélag Svinavatns- og Bólstaðarhliðarhreppa
1842-1863. Húnavaka 15 (1975) 67-73, 16 (1976) 74-78.
Þorsteinn Konráðsson: Skrá yfir eyði-býli, -hjáleigur, og -sel í Húnaþingi. Arbók Hins
íslenzka Fornleifafélags (1932) 60-71.
FRÁ HÚNSSTAÐANYKRI
Jón hét maður er bjó á Húnsstöðum við Húnavatn. Guðný hét kona hans. Áttu þau
margt barna. Það var eitt sinn á hausti að þau fóru til kirkju sem oftar en börnin
voru heima. Sögðu foreldrar þeirra krökkunum að kveikja þá dimma tæki og fara
ekkert úti við. En litlu síðar en þau höfðu kveikt og léku sér öll á palli upp kom
steingrár hestur inn í baðstofuna, ærið spaklegur og lagði kanann á pallstokkinn.
Vildu þá yngri börnin óvæg fara á bak honum og ríða og kölluðu: Hestinn! Hestinn!
Þeim er eldri voru var allt minna um hann og hálffurðaði á hvernig kominn í baðstofu
og vörnuðu þeim yngri á bak að fara. Stóð hesturinn þar um hríð, sneri síðan til dyra
og út. Komu þá og hjónin heim og sáu hvar Gráni gekk ofan eftir túninu og stefndi til
vatnsins. Þóttust þau þá vita hvað vera mundi og urðu afar hrædd en fögnuðu mjög
og lofuðu guð er þau vissu að ekkert var að orðið. Dóttir ein hjóna þessara var Helga
ein með börnunum móðir Sólveigar móður Gisla Jónssonar, Gíslasonar, er nam sögu
þessa af móður sinni (og er hann nú á 61. ári 1847).
Úr handritum Gísla Konráðssonar.