Húnavaka - 01.05.1982, Page 83
GUÐMUNDUR EINARSSON:
Gamlar sveitavísur,
um Húnavatnssýslu
Island hefur átt mörg alþýðuskáld, sjálfsagt fleiri en nokkur önnur þjóð að tiltölu
við fólksfjölda. Eitt þeirra er án alls efa Guðmundur Einarsson er fæddist að Starra-
stöðum í Skagafirði 27. desember 1823. Faðir Guðmundar var hinn alkunni ritelju og
fræðimaður Einar Bjarnason, lengstum á Mælifelli og Starrastöðum. Hann ritaði
„Fræðimannatal" mikið rit og merkilegt, og margt fleira. Auk þess afritaði hann
ósköpin öll eftir aðra höfunda, og vann að þvi á nóttunni og i frístundum sínum.
Móðir Guðmundar var Bergljót dóttir Jóns Tómassonar á Hömrum i Tungusveit,
bróður Tómasar gullsmiðs í Ráðagerði, sem var afi Grims Thomsen.
Um æsku Guðmundar er lítið vitað nema það sem faðir hans segir i æfisögu sinni að
hann hafi „kostað miklu til menningar honum“. Komst hann í Bessastaðaskóla og er
þar samtíma skáldinu Benedikt Gröndal.
Er hann hætti í skólanum mun hann hafa starfað eitthvað við verslun á Hofsósi, og
rúmlega tvítugur varð hann sýsluskrifari í Húnaþingi og var það til dauðadags eða
full 20 ár. Var hann fyrst skrifari hjá Birni sýslumanni Blöndal, því næst hjá Arnóri
Árnasen og síðast hjá Kristjáni Kristjánssyni er hann tók við sýslunni. Hjá honum lést
hann á Geitaskarði aðfaranótt 5. janúar 1865.
Hann kvæntist aldrei, en eignaðist einn son, Valtý, þann er Valtýskan er kennd við,
siðar prófessor og alþingismann. Valtýr var einnig ritstjóri Eimreiðarinnar.
Illviðrin á argri Strönd
illt er við að búa,
að henni þyrfti einhver hönd
æðri því að hlúa.
Ríkismenn á Refasveit
ragir eru að búa,
hún mun ekki finnast feit
fyrir hópinn kúa.
6