Húnavaka - 01.05.1982, Page 90
88
HÚNAVAKA
— Eins og kunnugt er varð flugslys haustið 1947 í Héðinsfirði. Eftir
það slys vaknaði áhugi hjá forráðamönnum í flugmálum að koma upp
radíóvita einhvers staðar á leiðinni frá Reykjavík ti! Akureyrar. Þeir
komu hér norður í þyrlu og skoðuðu sig vel um hérna á Kálfshamars-
nesi og í grennd við Kálfshamarsvík og fyrir valinu varð staður í mesta
forarflóanum í Sviðningslandi fyrir neðan túnið hérna á Sviðningi.
Þetta voru Bergur Gíslason, Agnar Kofoed Hansen, Sigurður Þor-
kelsson símaverkfræðingur og fleiri. Um haustið 1947 var unnið að því
af miklum krafti og dugnaði að byggja hér tvö steinhús svo vitinn gæti
tekið til starfa það haust. Annað húsið var fyrir vitann sjálfan og
miðunarstöð, en hitt fyrir mótorinn sem framleiddi rafmagnið en
vitinn var látinn ganga dag og nótt. Mótorinn gekk fyrir hráolíu. Hér
heima í íbúðarhúsinu var síðan sett upp talstöð. Svo vel var staðið að
þessu að allt var komið í fullan gang fyrir jól 1947. Járnmöstur voru
sett upp hér í túninu í sambandi við talstöðina, en 5 trémöstur fyrir
loftnet voru sett upp niðurfrá og steyptir stöplar undir þau. Eg var svo
fenginn til að sjá um þennan radíóvita og talstöðina, og átti að hafa
samband við flugturninn í Reykjavik. Eg fékk upp hjá þeim hvað ég
þyrfti að vera langan tíma bundinn við þetta á hverjum degi því það
gat verið dálítið breytilegt eftir því hvernig viðraði, ef ekki var einsýnt
flugveður, þá gat farið töluverður tími í að sitja yfir talstöðinni og
leiðbeina flugvélum.
Þegar flugvélar fóru hérna yfir var útbúnaðurinn þannig að það
kviknaði á peru hjá þeim á lampa sem þær voru með og þannig gátu
þær áttað sig á hvar þær voru staddar. Oft kom það fyrir að ég varð að
bera á milli fyrir þær, ef hlustunarskilyrði voru slæm. Það voru oft
ágætis hlustunarskilyrði frá mér austur og norður, þótt Reykjavík
hefði alls ekkert samband nema til mín.
Fyrst gekk í hálfgerðum brösum með mótorana, þeir voru of litlir
fyrir allt það rafmagn sem þeir áttu að framleiða, því annað slagið
voru þeir að brenna yfir og fannst mér þetta benda til þess að álagið
væri of mikið. Seinna var komið með stærri mótora og eftir það fór allt
að ganga vel.
Þetta var einhver sterkasti radíóviti landsins á þeim árum, hann
starfaði til ársins 1953, þá var hann lagður niður að ég tel vegna áhrifa
Bandaríkjamanna, sem ætluðu að byggja stóru stöðina á Straumnes-
fjalli sem aldrei komst upp.