Húnavaka - 01.05.1982, Page 92
90
HÚNAVAKA
prestur á Sauðárkróki og kom hér til að halda erindi á kvenfélagsballi
í Kálfshamarsnesi 18. júlí 1936, og eftir athöfnina spilaði ég fyrir dansi
alla nóttina.
Ég var um 30 ára skeið meðhjálpari í Hofskirkju.
— Meðan túnið hér kringum bœinn var lítið þá var heyjað upþ á heiði, viltu
segja okkur frá heyskapnum þar?
— Jú það er rétt, túnið hér í kringum bæinn var lítið, í þá daga ekki
nema um 3 ha. en nú er það orðið 20 ha. Við heyjuðum fyrir austan í
svokölluðum Almenningi sem var fyrir austan öll heimalönd. Þar voru
brokflár sem voru svo slæmar að ekki var hægt að fara út í þær með
hesta. Við urðum þvi að bera sáturnar á hestana þegar þurfti að binda
úr enginu, en það var oft gaman að slá þarna því það var svo loðið.
Múgarnir voru svo sverir þegar slegið var úr, að ekki var hægt að stíga
yfir þá nema stíga í hey.
Ég hef líklega verið meðal sláttumaður og sló þarna 18 hesta á dag.
Annað hvort drógum við heyið á vögnum á þurrt eða bundum það í
sátur og bárum á þurrt. Það var mest þurrkað í Fínhúsabrekku og sett
saman í fúlgu, siðan var það keyrt heim á sleðum á veturna. Oftast
vorum við tveir í því og vorum þá með fjóra hesta og fjóra sleða. Það
var tveggja tíma lestagangur aðra leiðina. Þetta var mjög gott hey fyrir
sauðfé, klæðigrænt brok. Það var slegið annað hvert ár og var alveg
sinulaust.
Það flæddi þarna á vorin úr tjörn sem var í flánni, sem var kölluð
Svínavatnsflá austan við svokallað Svínafell í Skagaheiði. Fyrst var
lagt torf á fúlgurnar en seinna var notaður strigi, ekkert hlaðið í kring
heldur girt til að hross færu ekki í heyið.
— Þú stœkkaðir túnið hjá þér og veittir vatni á engjar. Hvernig fórstu að
þessu?
— Það var slétt engjastykki suður í flóanum, ég veitti Sviðnings-
læknum á tímabili á þetta stykki og það spratt nokkuð vel. Ég las mér
til í bókum um það hvernig heppilegast væri að fara að þessu. Ég fékk
80-100 hesta af þessu engi. Svo hætti ég þessari áveitu þegar túnið
heimavið stækkaði og sneri mér að túnræktinni og notaði engjastykkið
fyrir bithaga.
— Viltu segja okkur frá þegar þú sastyfir kvíaánum?
— Ég sat yfir kvíaám á stríðsárunum 1914-18, yfir sumartímann og
fram á slátt. Við vorum fjórir strákar frá fjórum bæjum sem sátum yfir
og höfðum ærnar saman og skildum þær að kvöldi. Þær voru farnar að