Húnavaka - 01.05.1982, Page 94
92
HÚNAVAKA
greni, en í mörg ár leitaði ég grenja í Skagaheiði og er allra manna
kunnugastur slíku, þó að ég segi sjálfur frá. Ég er vel kunnugur
Skagaheiðinni og er búinn að vera þar gangnaforingi í 40 ár.
— Hvað geturðu sagt okkur af félagsmálum á þessum tíma?
— Niðri á Nesinu var byggt hús á vegum Málfundafélags Nesja-
manna sumarið 1913, en það félag var stofnað árið 1906 og starfaði að
nokkru leyti á svipuðum grundvelli og Ungmennafélögin. Það má því
segja að það hafi verið eitt af elstu ungmennafélögum landsins. Ég
man mjög vel eftir þegar þetta hús var tekið í notkun sumarið 1913,
rétt fyrir göngur, þá var haldin þar tombóla. Það var fyrsta tombólan
sem ég kynntist. Þeir voru þá í stjórn félagsins Rögnvaldur Jónsson,
Guðlaugur Eiríksson og Benedikt Benediktsson. Eg var mörg ár í
stjórn og formaður í 14 ár.
Þetta félag hélt oft fundi og samkomur. Veturinn 1922 á aðalfundi í
janúar kom fram tillaga frá Jóhannesi Jóhannessyni á Iðavöllum á
Kálfshamarsnesi og fleirum um að stofna lestrarfélag í Skagahreppi,
sem nú er kallaður, var sú tillaga samþykkt samhljóða og nefnd kosin
til að koma félaginu á legg. Bókasafnið var stofnað upp úr þessu félagi,
það hefur lengst af verið til húsa hér á Sviðningi, og ég verið bóka-
vörður, það telur nú um 800 bindi.
— Ég hef fylgst með safninu hjáykkur í 40 ár og sé að það er vel hirt og vel
með farið. Geymt í góðum skápum og finnst mér það óvenju stórt safn miðað við
hvað hreþpsbúar eru fámennir. Nú, lítið var um hljóðfœraslátt hér áður, ekki var
útvarþið, og þegar fólk kom saman var helst að einhver tók í harmoniku. Mig
minnir að þú hafir verið einn helsti spilarinn hér langa hríð Friðgeir?
— Ari Einarsson spilaði hér fyrst, en svo var oft þegar skemmtanir
voru haldnar hér að þær entust lengi frameftir. Þá urðu menn þreyttir
að spila einir alla nóttina, þegar ekki var farið heim fyrr en farið var að
skíma af morgni, þótti þá gott að fá einhvern til að grípa inn í til að
hvíla spilarann. Eg tók upp á því að grípa í harmonikuna hjá honum,
sem varð svo til þess að við fórum að skipta á milli okkar að spila á
böllum. Eftir að Ari hætti tók ég við þar til að farið var að fá menn með
fimmfaldar harmonikur að, til að spila.
Oft kom fyrir að ég spilaði hér austan á Skaganum líka og það kom
fyrir að ég spilaði norður í Hvammi í Laxárdal. Eg man sérstaklega
eftir tveim ferðum, við fórum austur að Hóli á Skaga, 15 saman í hóp,
með harmonikuna á reiðingshesti. Báðir foreldrar mínir höfðu mjög