Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 95
HÚNAVAKA
93
gaman af söng og sungu bæði mikið, móðir mín sérstaklega, hún kunni
mikið af lögum og lærði ég mikið af henni.
Faðir minn spilaði á einfalda harmoniku. Ég átti eina systur, Þuríði,
hún spilaði á einfalda harmoniku og ég á tvöfalda. Síðan hef ég haldið
þessu við og spila þegar mér dettur í hug að grípa til nikkunnar mér til
dægrastyttingar, þar sem ég á orðið mjög erfitt með að lesa núorðið og
hlusta mikið á útvarp líka.
— Að lokum eigum við eftir að minnast á eitt starfið enn sem þú hefur innt af
hendi, það er bréfhirðingin.
— Já, ég var pósthirðingarmaður og símstöðvarstjóri í um það bil
20 ár. Póstarnir komu til mín á hestum. Þeir sem ég man best eftir voru
Sigurður Jónsson frá Þangskála og Lárus Guðmundsson, síðan kom
Hjalti Árnason sem er enn við það starf. Bréfhirðingin á Sviðningi var
svo lögð niður og sett undir pósthúsið á Skagaströnd.
— Þar með kveðjum við Friðgeir á Sviðningi sem grípur nikkuna og leyfir
okkur að heyra eitt lag að lokum.
KÁLFURINN MEÐ RAUÐU AUGUN
Jón, faðir Kristjáns bónda í Stóradal í Húnavatnssýslu, en langafi sögumanns míns,
ólst upp að Snæringsstöðum í Svinadal. Þá er saga þessi gerðist, hafði bærinn verið
færður fyrir nokkrum árum, og stóð gamli bærinn bak við nýja bæinn óhaggaður að
miklu leyti. Tvibýli hafði verið að Snæringsstöðum meðan búið var í gamla bænum,
og voru þar því tveir skálar fremst, þá tvö búr og svo tvöeldhús. Annað eldhúsið hafði
verið gert að smiðju.
Einn góðan veðurdag hafði smiður verið að smíða í smiðjunni, og var Jón þá
unglingur, hafði hann verið hjá smiðnum mest af deginum að gamni sínu. A kvöld-
vökunni þurfti smiðurinn, sem þá var kominn inn í baðstofu, að halda á naglbít og
sendi Jón eftir honum, því að hann vissi til viss, hvar naglbíturinn lá. Jón fór nú inn í
gamla bæ og uggði ekki að sér. Þá er hann gekk inn göngin, varð honum litið inn í
annað búrið, og sá hann, að þar glytti i eitthvað, líkast rassi á gráum kálfi. Ekki kippti
Jón sér upp við þetta, fór inn í smiðjuna, tók naglbitinn og ætlaði svo út aftur, en þá sá
hann, að kálfurinn var kominn fram í göngin og var á gangveginum. Hann leit út eins
og kálfar gerast venjulega, að því undanskildu, að augun voru blóðrauð og svo var
munnurinn. Jón varð lafhræddur, er hann sá þessi undur, smeygði sér fram hjá
kálfinum, hljóp inn í baðstofu í einum spretti og sagði frá því, er hann hafði séð. Flestir
gerðu gys að honum fyrir vitleysuna, en kerling ein var þar á bænum, mjög gömul.
Hún sagði, að fólk skyldi ekki láta svona, því að pilturinn segði eflaust satt, í sinu
minni hefði kerling hengt sig í búrinu og væri þar ávallt reimt siðan.
Þjóðs. Ólafs Davíðssonar.
L