Húnavaka - 01.05.1982, Síða 107
HÚNAVAKA
105
dóttur frá Klúku í Bjarnarfirði og bjuggu þar til 1919, að þau fluttu til
Reykjavíkur. Þau eignuðust sjö börn. Hjálmar var ríkisstyrktur lista-
maður frá 15. febrúar 1922 til dauðadags. Hann andaðist 10. ágúst
1927 eftir fjögurra ára heilsuleysi.
Eftir Hjálmar liggja fjölmörg útskorin verk innan lands og utan,
m.a. á söfnum.
Hann var ásamt aldavini sínum, Jónbirni Gíslasyni, frumkvöðull að
söfnun og varðveizlu íslenskra rímnalaga. Þeir hefja hljóðritun á
stemmum um 1922 á Edison’s Phonograph, og munu vera til um
110-120 valsar, (vaxhólkar) með upptökum þeirra. (Nú íÁrnagarði).
K.H.
UM VEÐURFAR A BLÖNDUBRÚ
Eins og kunnugt er byggðist Blönduós fyrst úr landi Hjaltabakka, en nokkru fyrir
aldamót byggðu samvinnufélögin aðstöðu fyrir sig norðan Blöndu. Þorpshlutarnir
urðu þannig í tveimur hreppum. 1914 varð Blönduóskauptún sunnan Blöndu sér-
stakur hreppur en ekki náðist þá samkomulag um, að hlutinn norðan Blöndu, úr
Engihlíðarhreppi, sameinaðist Blönduóshreppi. Næstu árin var um þetta raett en ekki
varð af framkvæmdum fyrr en 15. september 1935, að boðað var til fundar á
Blönduósi og upp úr því var unnið að sameiningarmálum að krafti.
Frumvarp var lagt fram á Alþingi og sóttu báðir aðilar mál sitt af kappi. Nú er nær
hálf öld síðan þetta var og er ekki úr vegi að gefa mönnum aðeins innsýn í málflutn-
inginn. Eru hér tekin fræðslumál, þar sem þar er ekki sveigt að einum eða neinum.
Sem rök gegn sameiningunni segir hreppsnefnd Engihlíðarhrepps þetta um fræðslu-
málin: „Það eru nú aðeins 2 böm á fræðslualdri í þorpshlutanum norðan Blöndu, svo
það bætir nú ekki mikið úr, ef börnin em of fá í Blönduóshreppi. Þess utan getur
hreppsnefndin fullyrt, að þessir barnaeigendur myndu ekki vilja senda börn sín á
skóla í Blönduóshreppi. Annar þessara barnaeigenda hefur reynt það og segist ekki
gjöra það oftar, enda hér um Vi klukkutíma gang á bersvæði og í illviðraplássi. Er
stundum svo hvasst i kringum Blöndubrú, að fullorðnir eiga fullt í fangi með að ráða
sér. Vilja því barnaeigendur norðan Blöndu heldur láta kenna börnum sínum í
súðarherbergjum — eins og það er orðað í fylgiskjali frumvarpsins -— en í hinum
ágæta skóla Blönduóshrepps."
Og fulltrúar Blönduóshrepps svara þessari ásökun svona: „Húsin á Blönduósi eru
að vísu ekki háreist en þó getur leiðin gegnum kauptúnið varla talist bersvæði.
Blöndubrú er lika orðin yfir 30 ára en er þó það traust ennþá, að ótti hreppsnefndar-
innar fyrir því, að skólabörnin geti ekki enn í nokkur ár notað hana til yfirferðar,
virðist ástæðulítill. En eftir þeim upplýsingum, sem hreppsnefndin gefur um veður-
farið á brúnni, virðist þörf á veðurathugunarstöð þar, svo mönnum gefist kostur á að
fá veðurfréttir þaðan áður en þeir hætta sér út á brúna.“
Svona deildu nú menn á Blönduósi i þá daga.
Skrásett af Jóni Isberg.