Húnavaka - 01.05.1982, Side 108
JÚDIT JÓNBJÖRNSDÓTTIR:
Um kvæðalagasafn
Jónbjörns Gíslasonar
Jónbjörn Gíslason var Húnvetningur alinn upp við rimnakveðskap
ágætra kvæðamanna, m.a. Stefáns á Kirkjuskarði á Laxárdal, sem
hann taldi ávallt í fremstu röð kvæðamanna bæði að raddfegurð og
blæmjúkum stemmum. Að vera talinn stemmufróður, kunna mörg
kvæðalög og fara rétt með þau, var mikið hrós. Kvæðamaður setti oft
sinn svip á stemmuna og komu þannig afbrigði af sama kvæðalaginu.
Sá kvæðamaður, sem Jónbjörn hreifst mest af, var Hjálmar Lárus-
son myndskeri, dóttursonur Bólu-Hjálmars. Þeir kynntust á Blöndu-
ósi er báðir bjuggu þar. Mikið var kveðið og átti Hjálmar mikla rödd,
bæði mjúka og djúpa, frábæra kvæðarödd. Hann gat tekið tón úr
stemmu hvers kvæðamanns, þ.e. hann náði raddblæ og meðferð þeirra
er hann heyrði kveða. Þetta kemur í ljós á fyrstu hólkunum, upptöku
þeirra Jónbjörns.
Það var á öðrum tug aldarinnar sem þeir voru samtíða á Blönduósi.
Báðir fluttu til Reykjavíkur, Jónbjörn nokkru fyrr. Var þá tekinn upp
þráðurinn á ný og lausavísan eða ríman kveðin við raust á heimili
Hjálmars og Önnu, konu hans. Þar kváðu allir, börnin lærðu stemm-
urnar og fengu ágætar kvæðaraddir, og ekki skorti æfinguna. Alltaf
bættust við nýjar stemmur, kvæðalög manna að vestan, úr Stranda-
sýslu, af Suðurlandi, sbr. hina hugljúfu stemmu Halldórs frá Úthlíð —
Úthlíðar Dóra —en megin hlutinn voru stemmur úr Húnavatnssýsl-
um og Skagafirði.
Það hefur líklega verið 1921 að Jónbjörn var á gangi í Hafnarstræti
í Reykjavík og nam staðar við glugga á verzluninni Edinborg. Sá hann
þar áhald sem bar uppi auglýsingar og sneri þeim. Gekk hann inn og
spurði um þetta tæki. Honum var sagt að þetta væri Edisons dikta-
fónn, og geti hann tekið upp tal og tóna á þar til gerða hólka úr vaxi.
\