Húnavaka - 01.05.1982, Page 110
108
HÚNAVAKA
þar upp raddir margra góðra kvæðamanna. Það mun hafa verið sama
ár, sem hann fékk leyfi Ólafar skáldkonu frá Hlöðum, að koma heim
til hennar með hljóðritann og fá hana til að tala og kveða eigin lög og
ljóð inn á einn hólk. Það gerði hún. Þótti honum mikill fengur að því,
enda mat hann skáldkonuna mjög mikils.
Árið 1925 flytur Jónbjörn til Kanada og sest að í Winnipeg. Þar
vestra hitti hann ýmsa, frændur og vini, sem þangað höfðu leitað. Þar
á meðal var frændi hans, Björn frá Kirkjuskarði, sonur Stefáns,
kvæðamannsins góða. Björn kvað auðvitað inn á fleiri en einn hólk.
Annar Húnvetningur, Jón Konráðsson frá Kárdalstungu í Vatnsdal,
bjó í Manitobafylki, nefndi sig nú Kárdal. Hann var gamalgróinn
kvæðamaður og rifjuðu þeir upp gömul kvæðalög. Þar kvað Jón inn á
hólk, einnig synir hans.
Jónbjörn fór margar ferðir norður í Islendingabyggðir, með lest það
sem komast mátti, en gekk svo og bar farangurinn í bak og fyrir milli
bæja. Það var býsna þung byrði. Við komu hans og flutning kvæða-
laganna hefur mörgum hinna eldri eflaust hlýnað í hug við að heyra
gömlu lögin að heiman.
Er Jónbjörn fluttist aftur til íslands 1956, komust fónninn og
valsakassinn óskemmdir heim á ættlandið. Það fannst eigandanum
mikill sigur. Hann gerði sér vel ljóst, að þessar upptökur, þó frum-
stæðar væru, voru menningarverðmæti, sem áttu hér að vera og hvergi
annarsstaðar. Hann vissi reyndar, að fónninn var ekki þægilegur
túlkandi, og svo voru hólkarnir viðkvæmir og brothættir. En nú voru
komin ný og góð tæki, segulbandstækin. Hann keypti því úrvals
segulbandstæki og spólur. Og nú tók hann að „flytja“ allt efnið af
völsunum yfir á segulbandsspólur. Það var gert við frumstæð skilyrði
og enga kunnáttu á kyndilmessu 1968 í Oddeyrargötu 10, Akureyri.
Segulbandsspólurnar voru ólíkt þægilegri í meðferð en diktafónninn
og hólkarnir. Og nú var oft hlustað á gömlu kvæðamennina án ótta um
að hólkur dytti á gólfið og brotnaði. Og nú var hægt að „taka lagið“
inn á bandið, ef góðir kvæðavinir komu í heimsókn. En kærastar voru
Jónbirni ávallt elstu upptökurnar, er þeir Hjálmar Lárusson kváðu
saman.
Jónbjörn andaðist síðla árs 1969, níræður að aldri. Nú eru þessir
gömlu gripir hans, diktafónninn og valsakassinn, í varðveizlu og eign
Stofnunar Árna Magnússonar, og eru geymdir í handritageymslu
stofnunarinnar. Hjónin Jón Samsonarson mag. art. og Helga Jó-