Húnavaka - 01.05.1982, Page 115
KRISTINN PÁLSSON, Blönduósi:
Landsendarétt
Smölun afrétta, réttastörf og bygging rétta eru með elstu samvinnu,
sem átt hefur sér stað hér á landi frá upphafi.
Fólkið í landinu hefur orðið að vinna saman að fjallskilum, til þess
að geta lifað í landinu.
Vestan á Skaga heitir á þremur stöðum Landsendi. Fyrir norðan
Tjörn undir Tjarnarbrekku, fyrir utan Krók (eyðibýli), þar sem
undirlendi neðan Brekku endar og á þriðja staðnum heitir Landsendi
við norðanverðan Spákonufellshöfða, við Bótina en það er víkin, sem
myndast norðan við Höfðann. Þar stóð lengi Landsendarétt, sem var
skilarétt fyrir miðbik Skagans að vestan.
1 bókinni Göngur og réttir segir Magnús Björnsson Syðra-Hóli svo:
„Landsendarétt stóð áður á norðurbakka Hrafnár skammt frá sjó rétt
sunnan við Höfðakaupstað. Hún hét þá Kaupstaðarrétt.
En 1875 eða 1876 var hún endurbyggð og færð norður fyrir Höfð-
ann, þar sem hét Landsendi. Þar hefur hún staðið síðan og heitir
Landsendarétt. Var hún hlaðin öll úr grjóti og mjög vel gerð að
upphafi. Segja gamlir menn, að Sverrir Runólfsson steinhöggvari, hafi
sagt þar fyrir verkum og lagt undirstöður.
Nú hefur sjór brotið svo land undan réttinni að mikill hluti er
hruninn í fjöruna.“
Þegar Halldór í Hólma var 8 ára (1901), lék hann sér ásamt öðrum
drengjum úr kaupstaðnum í rústum torfréttar, sem var rétt hjá
Svönkugerði suður við Hrafná. Þá var sú rétt ekki notuð lengur, því
búið var þá að byggja Landsendarétt eins og áður er sagt.
Til Landsendaréttar var smalað fé úr Skagaheiði allt utan frá
Langavatni og inn um Tungufell. Einnig voru smöluð þangað
Skagastrandarfjöll, Fjallsöxl með Víðilækjarfjalli, Steinnýjarstaða-
fja.ll, Katlafjall ásamt Bakkafjalli og Spákonufell. Smölun þeirra hófst
einnig út við Langavatn og þau síðan smöluð samhliða heiðar-
mönnum. Safnið, sem kom úr heiðinni mætti fyrirstöðu norðan í
8