Húnavaka - 01.05.1982, Page 116
114
HÚNAVAKA
Árbakkafjallinu og rann niður Hrafndalinn, sameinaðist fjallasafninu
vestan í Spákonufellinu og var rekið þaðan til Landsendaréttar.
Úrtíningur kom einnig til réttarinnar úr Ásunum ofan við Brekku.
En Ásarnir og Hvammkotsbruninn (oftast kallaður Bruninn) voru
smalaðir niður til Örlygsstaða sama dag, og þær kindur, sem ekki voru
úr nágrenninu reknar þaðan til Landsendaréttar. Einnig kom þangað
úrtíningur úr Skrapatungurétt, en ekki fyrr en daginn eftir réttardag-
inn, því þar var réttað sama dag og í Landsendarétt.
Réttin var hlaðin úr grjóti stóru og smáu. Það grjót var grágrýti úr
Spákonufellshöfða, sem er þar stutt frá. Réttina þurfti að hlaða upp
meira og minna á hverju hausti, því oft vildu veggirnir hrynja, einkum
þegar stóðið var dregið.
Á seinni árum voru sumir dilkarnir úr timbri að nokkru leyti, en
elsti hlutinn var eingöngu úr grjóti, nema dyrastafir í inn- og út-
göngudyrum. Þessir dilkar úr timbri voru einkum við suðurenda rétt-
arinnar og mun það hafa verið af því að sjór hafði á seinni árum brotið
nokkuð norðan af réttinni. Almenningurinn var aflangur og fer-
hyrndur, innrekstrardyrnar voru móti norðri og voru við fjörumörk
móti opnu hafi, þannig að þegar rekið var inn voru skepnurnar reknar
eftir fjörunni. Nátthagi við réttina var nánast enginn, en túnið í
Réttarholti notað sem slíkur.
Réttarholt er býli austan undir Höfðanum og þar er allstórt tún í
kring. í fjörunni vestan við túnið og réttina gengur Höfðinn í sjó fram
og myndar forvaða. Klettar Höfðans ásamt túngirðingunni lokuðu
þar af fjöruna og sjávarbakkann og var slíkt notað nokkuð til hagræðis
við innrekstur fjárins.
Réttin var frekar erfið til sundurdráttar, bæði var hún löng og
einnig var hæðarmismunur nokkur, svo erfitt var að draga fé, sem var
í norðurendanum upp í móti brekkunni. Einnig varð oft drullusvað
mikið í þeim enda, ef haustrigningar voru miklar.
Bygging réttarinnar hefur verið mikið átak og kostað mikið erfiði á
sínum tíma með þeirri tækni, sem þá var fyrir hendi, því margir
steinarnir voru engin smásmíði, og þó grjótið hafi vafalaust að mestu
verið tekið úr Höfðanum, hefur þurft að færa það til allmikla vega-
lengd.
Oft var svalksamt í Landsendarétt, drykkjuskapur nokkur og slags-
mál, en ekki meiri en víða var þá í réttum. Þar sáust oft þeir menn með
víni, sem endranær brögðuðu ekki vín.