Húnavaka - 01.05.1982, Page 123
HÚNAVAKA
121
hjarta, tár læddist niður vanga og okkur fundust þessi spor okkar yfir
brekkubrúnina hafa verið þung. Við vissum ekki þá, og sjálfsagt var
það gott, að framundan var löng lífsbraut og þar biðu okkar spor sem
voru svo þung að varla var hægt að stíga þau upprétt, en það er önnur
saga.
Þegar við komum fram á brekkubrúnina og sáum heim, fannst mér
gamli bærinn húka sofandi eins og stórt dýr, sem sefur fram á lappir
sínar. Við flýttum okkur heim og nú var undan brekkunni að sækja.
Það er oft betra, að fara niður en að sækja á brattann, og gott var að
koma heim og hátta í rúmið sitt þótt það stæði undir ómálaðri súð.
Af Rakka er það að segja, að hann gerðist fjárhundur góður og
fannst sér ekki samboðið að elta okkur systur lengur. Hann tók mikilli
tryggð við pilt sem var vinnumaður heima, við skulum kalla hann
Kára.
Vorið eftir fyrrgreindan atburð réðist þessi piltur í aðra vist. Það var
höfuðból í samanburði við mitt heimili. Hjónin voru rík að þeirra tíma
mælikvarða. Hvernig sem á því stóð, og það skildi enginn, komst
JÓNlNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
er fædd að Kaldrana á Skaga 10. júní
1912. Foreldrar hennar voru Guðrún
Ólöf Sigurðardóttir frá Þverá í Hallárdal
og Jón Klemenzson frá Höfnum á Skaga.
1 bréfi segist Margrét láta þessa vísu
nægja sem lýsingu á menntun sinni:
Menntunin er mjög svo smá
mér var stakkur skorinn.
En ’in djúpa dulda þrá
deyr við hinstu sporin.
Margrét er gift Víglundi Péturssyni,
sem er Svarfdælingur. Heimili þeirra er á Eiðsvallagötu 22, Akureyri. Þau eiga
einn son, Pétur sem er kennari við Steinsstaðaskóla í Skagafirði. Fósturdóttir
þeirra hjóna, Fríða Ólafsdóttir, er búsett á Súðavík.