Húnavaka - 01.05.1982, Page 126
SR. ÁRNI SIGURÐSSON:
Kristniboðshátíð í Húnaþingi
Setningarrœða flutt á hátíðarsamkomu við Gullstein 19. júlí 1981,
í tilefni af 1000 ára minningu um upphaf kristniboðs á fslandi.
Vér komum saman til hátíðar í dag, er vér minnumst þess hér á
fornum sögustað, að eitt þúsund ár eru liðin frá því, að fyrstu kristni-
boðarnir Þorvaldur víðförli og Friðrik biskup settust að hér í sveit, að
Stóru-Giljá og hófu kristniboð.
Hér heyrum vér nið 1000 ára sögu og vettvangur þeirrar sögu
upphófst að nokkru hér á þessum stað. Þorvaldur, sem var bóndasonur
frá Stóru-Giljá hafði stundað víking erlendis. Hann var maður mikill
af sjálfum sér, sterkur og hugaður vel, eins og segir í sögu hans. Og
jafnframt segir sagan, að hann hafi verið göfuglyndur og hjálpsamur
og gert sér far um að leysa herfanga úr haldi.
Síðan komst hann í kynni við kristindóm. Varð snortinn af trúnni
og átti þá æðstu þrá, að fara út til íslands og boða löndum sínum hinn
nýja sið.
Um líkt leyti mun hann hafa komist í kynni við Friðrik biskup er var
saxneskur maður og vígður til trúboðsstarfa. Gerðu þeir með sér félag,
sigldu út til Islands og hófu hér kristniboð. Dvöldu þeir fyrsta árið hér
á Stóru-Giljá, bernskuheimili Þorvaldar. Síðan fjögur árin þau næstu
að Lækjamóti í Víðidal.
Voru þeir félagar allólíkir. Var annar þeirra gæddur skaphita vík-
ingsins en hinn mildi og göfgi kirkjuhöfðingjans. Fengu þeir allmikinn
mótbyr heiðinna manna og urðu vígaferli til þess að þeir slitu félags-
skap sínum og hvarf biskup af landi brott. En Þorvaldur sagði skilið
við landið og hvarf í Austurveg.
í sögu hans segir, að hann hafi komið til Miklagarðs. Tók sjálfur
stólkonungurinn við honum með mikilli virðing og veitti honum
margar vinagjafir ágætar, „Því að svo var Guðs miskunn honum