Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 131
HÚNAVAKA
129
sýndi Ragnar módel, eða litla mynd af minnisvarðanum, mótaða í
leir, ásamt teikningu hans.
Samvinna við listamanninn og fjármögnun þessa fyrirtækis hvíldi
mjög á herðum sr. Péturs Sigurgeirssonar, en uppsetning og gerð
undirstöðu hvíldi mest á Erlendi Eysteinssyni á Stóru-Giljá.
Minnisvarðinn.
Minnisvarðinn var reistur 25 metra frá miðju þjóðvegarins, austan
hans. Hann er 2,70 metrar á hæð, 1,75 metrar á breidd og 0,40 metrar
á þykkt. Hann er steyptur í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar í
Reykjavík. Er steypan úr sérstöku sementi og kvartsmulningi, og er
sögð sú sama að gerð og styrkleika, og hefur verið notuð undir véla-
samstæður í Búrfellsvirkjun. Minnisvarðinn vegur 5 tonn.
Á efri hluta varðans sem snýr að þjóðveginum, er grópuð mynd, sem
er 1,5 metrar á kant. Eru þar sýndir þeir félagar Friðrik biskup af
Saxlandi og Þorvaldur víðförli Koðránsson. Krjúpa þeir trúboðarnir í
bænastellingu og hefur Friðrik krossmark í höndum, en Þorvaldur
sverð í slíðrum sér við hlið. Á neðri fleti varðans standa þessi orð:
Friðrik biskup
Þorvaldur víðförli
981 Kristniboð 1981
Minnisvarðinn er í beinni línu á milli Gullsteins og Þingeyra. Hann
blasir við þeim er aka Norðurlandsveginn og Reykjabraut, og vel má
greina mynd og áletrun á minnisvarðanum úr farartækjum manna
sem ferðast þarna um.
Mannvirki vegna hátíðarinnar.
Nokkru neðar en Gullsteinn er krossmark úr tré, sem hátíðarnefndin
lét reisa, hvítmálað, 3,5 metrar á hæð, en þvertréð 1,8 metrar.
Að tillögu sr. Árna Sigurðssonar voru tvö spjöld sett upp. Voru þau
máluð ljósblá með hvítum stöfum.
Annað var sett upp á Stóru-Giljá og á það var letrað: „Hér var
Þorvaldur víðförli fæddur og hér dvaldi hann og Friðrik biskup, fyrstu
kristniboðarnir árið 981.“
Hitt var sett upp við Lækjamót í Víðidal og var letrað á það: „Hér
dvöldu fyrstu kristniboðarnir, Þorvaldur víðförli og Friðrik biskup
árin 982-986.“
9