Húnavaka - 01.05.1982, Side 138
BJÖRN BERGMANN:
Harðindin 1880-1882
Viðtal við Jónas B. Bjarnason frá Litladal
Þáttinn, sem hér birtist, festi ég á segulband fyrir 22 árum. Er hann skrifaður orðrétt
eftir þeirri upptöku, nema hvað örfáum spurningum minum er sleppt.
Jónas B. Bjarnason var fæddur í Þórormstungu í Vatnsdal 20. október 1866,
sonur hjónanna Bjarna Snæbjörnssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem þar
bjuggu alla sina búskapartíð. Jónas hóf búskap á Guðrúnarstöðum i sömu sveit. Vorið
1893 flutti hann upp í Svínavatnshrepp og bjó þar síðan hátt á fjórða áratug, lengst i
Litladal og við þann bæ er hann oftast kenndur. Síðari hluta ævinnar var hann á
Blönduósi og andaðist þar 28. október 1965 rúmlega 99 ára.
Ég er staddur á Blönduósi hjá Jónasi B. Bjamasyni frá Litladal. Hann er nú
94 ára gamall og elsti maður í Húnavatnssýslu, en stálminnugur og kann frá
mörgu að segja.
— Hvað getur þú sagt okkurfrá harðindunum 1882?
— Ja, ég vil nú helst byrja á árinu 1880 til ’81, því að það var
upphafið að harðindakaflanum þá. Sumarið 1880 var gott sumar,
grasspretta góð og þurrkar nægilegir og sérstaklega hitar miklir i
ágúst, seinnipartinn í júlí og ágúst, svo hey nýttust vel og hey voru
bæði mikil og góð til um haustið. En fyrsta áfellið um haustið kom um
fyrri göngur, þá gerði vont snjóhret líklega verið 16. til 17. september.
En þann snjó tók nú að mestu upp aftur, en um mánaðamótin sept-
ember og október þá lagðist verulega að með norðanátt og hríðar, sem
hélst eiginlega óslitið yfir október og nóvember og desember. I nóv-
ember fyllti Austfirði af ís og í desember rak hann hér að öllu
Norðurlandi, og fyllti alla firði vestur að Horni. Þá hafði það ekki verið
mjög lengi að ís kæmi svo snemma. Á jólum var snjórinn orðinn svo
mikill til dæmis að í Þórormstungu var fjósið fennt í kaf, svo að búið
var að gera langt snjóhús fram af dyrunum og 9 tröppur upp frá
fjósdyrunum upp á skaflinn. Á milli jóla og nýárs voru stórhríðar líka
fram á gamlársdag, gerði útsunnan rok og rigningu um tíma, sem
endaði svo með vestanhríð og norðanhríð komin morguninn eftir.