Húnavaka - 01.05.1982, Page 139
HÚNAVAKA
137
Þegar fréttir komu lengra að, fréttist til dæmis að sunnan að í
Reykjavík hefði verið gengið á ís út í Engey og Viðey og þaðan upp á
Kjalarnes og sömuleiðis frá Álftanesi suður yfir Hafnarfjörð og á
Keilisnes. En í blotanum á gamlársdag þá braut ísinn þar upp svo það
hreinsaðist til. En strax eftir nýárið gerði gaddhörkur aftur svo um 9.
janúar var allt íslagt fyrir sunnan út fyrir eyjar.
Svipuð var tíðin allan janúar og febrúar, stórhríð. Tvisvar sinnum
gerði vikuhríð á þorranum. Seinni partinn á góu fór að stilla til og
snemma í april, þá stillti alveg til og var stilla og sólskin á daginn, en
mikið frost, og um sumarmálin þá gerði góða hláku og besta tíð fram
undir fardaga og þá farið að gróa þó nokkuð. En þá kólnaði aftur og
héldust kuldar fram eftir öllu sumri svo grasspretta var mjög lítil og
heyfengur þar af leiðandi lítill. Sérstaklega var mikill töðubrestur.
Veturinn ’81 til ’82 var ekkert stórkostlega harður, en umhleyp-
ingasamur og heldur stirð tíð. Is kom ekki um veturinn fyrr en um
sumarmál, þá gerði vikuhríð, norðanhríð, og þá rak inn ísinn meira og
Jóhanna Bjömsdóttir í Víðidalstungu, J. i Gröf i Viðidal 9. des. 1868, d. 27. júní 1966, 98 ára.
Jónas B. Bjamason, f. í Þórormstungu 20. sept. 1866, d. 28. okt. /965, 99 ára. Halldóra
Bjamadóttir, f. i Ási 14. okt. 1873, d. 27. nóv. 1981, 108 ára. Myndin er tekin í Víðidalstungu
sumarið 1965. Þá var Jónas 98 ára,Jóhanna 96ára og Halldóra 91 árs. Ljósm.: Bjöm Bergmann.