Húnavaka - 01.05.1982, Side 140
138
HÚNAVAKA
minna, fyllti þó ekki alveg fyrr en fyrstu dagana í maí. Þá gerði
vikuhríð aftur og þá fylltist allt af ís og þá var það sem hvalina rak
flesta hérna í vestursýslunni um 40 alls, 32 á Ánastöðum og eitthvað 6
eða 8 annars staðar. Það var 25. maí, sem hvalina rak. Þá bárust
mislingarnir að sunnan, komu til Reykjavíkur um veturinn og fluttust
svo með vermönnum norður um vorið.
Ja, það er kannski rétt að ég taki það fram upp á hvernig færið var
um veturinn ’80 til ’81. Það komu fréttir af því að pósturinn frá
Reykjavík til Akureyrar, sem var Daníel Sigurðsson, sem var orðlagð-
ur dugnaðarmaður í ferðalögum, hann hefði verið 28 daga á leiðinni
frá Reykjavík til Akureyrar og misst 7 hross í túrnum. Venjulega var
hann 10 til 12 daga að vetrarlagi.
Nú, eftir það sumarið ’82, þá snjóaði í hverri einustu viku allt
sumarið, þokur og brælur. ísinn lá hér á Flóanum alltaf, grasspretta
var ákaflega lítil, hey þar af leiðandi eins, sláttur var ekki byrjaður í
Vatnsdal fyrr en 14 vikur af sumri. Venjulega byrjaði hann í 11.
vikunni.
í Þórormstungu var byrjað fram á hálsi í svokölluðum Ausuflóa,
sem er fram við Úlfkelsvatn. Þar slegið í einn eða tvo daga og heyið
bundið votaband þaðan, og strax þegar búið var að flytja það á þurrt,
þá kom einn þurrkdagur svo það þornaði og var bundið út á Hólkot,
sem voru beitarhús frá Tungu. Það voru 33 hestar af heyi, sem þarna
kom. Nú, þetta var sett við beitarhúsin og auk þess, það er túnkragi
kringum húsin og hann var sleginn um göngurnar um haustið og
fengust þarna um 27 hestar af smælkisbandi, svo það voru 60 hestar af
heyi þarna við húsin.
Engjarnar heima í Tungu voru allar slegnar og af þeim fengust 120
hestar, sem venjulega var svona frá 400 til 500 hestar.
Um haustið var lógað ákaflega miklu af fé, en margir settu nú á
vogun. Til dæmis í Þórormstungu hjá föður mínum, þá var sett á 160
kindur, það voru 100 ær, 36 sauðir og 24 lömb. Þar af átti að lóga bæði
sauðunum og lömbunum hvenær sem að nokkurn hlut harðnaði svo
að þyrfti að fara að gefa, en átti að reyna að halda ánum 100 á þessum
60 hestum af heyi á húsunum og 120 hestum, sem voru heima.
Haustið var ágætt, þyí það breytti til tíðarfarið um höfuðdaginn og
það var eins og það byrjaði að spretta eða að minnsta kosti það hélt sér
vel og féll ekki grasið, það litla sem það var, og sóleyjar sáust lifandi
um veturnætur. Svoleiðis var tíðin fram í nóvemberlok, en þá gerði