Húnavaka - 01.05.1982, Side 144
_^
Ur gamla koffortinu
Flest könnumst við eflaust við það að stinga einhverjum pappírum, sem við ekki
viljum henda, undir stól, og það svo kirfilega að þeir finnast ekki fyrr en seint og um
síðir. Svo var um plögg þau er hér fylgja.
Þegar Konráð Eggertsson flutti frá Haukagili var farið í gegn um ýmislegt gamalt
dót sem þar var til og ástæða þótti til að kanna. Þar á meðal var koffort eitt gamalt
sem Konráð hafði eigi hreyft við í sinni 35 ára hreppstjóratíð og virtist eingöngu
innihalda Alþingistiðindi og lögbirtingablöð snemma úr hreppstjóratíð föður hans.
Er tekið var upp úr nefndu kofforti fannst á botni þess bunki af ýmsum gömlum
plöggum sem nú eru komin til varðveislu í héraðsskjalasafninu. Það sýnishorn er hér
birtist er gamalt skjal, heimild fyrir landamerkjum, og orðfæri öðru vísi en nú er
notað.
Ritnefnd Húnavöku hvetur fólk til þess að eyðileggja ekki gömul skjöl er það kann
að hafa undir höndum heldur fá héraðsskjalasafninu þau til varðveislu.
Eignarskjöl Undirfells
fyrir Snœringsstöðum, Bakkaey, viðarreka að hálfu við Hvammskirkju og hálfum
kvalreka á Geitafelli. Eptir þeim gömlu réttskrifuð 1759.
Svofelldan vitnisburð ber eg Gísli ísleiksson og eg Ólafur Jónsson,
að við höfum heyrt en ekki vitum við kvað satt er, að Undirfellskirkja
ætti suður í ytra mógilið, sem er fyrir utan Brúsastaðagarð, kvert gil,
að kölluð er Dammadæld, þar þvertsýnis úr gilinu ofan í Vatnsdalsá
og vestur í kvíslir, og það er til merkis hjá þessu gili, að þar er tótt lítil
og er mosavaxin og hún er á vinstra veg, þá suður eptir er riðið, og það
eyðikot, sem heitir Snæringsstaðir, sem á millum Undirfells er og
Brúsastaða ætti og Undirfell, og aldrei höfum við heyrt hér nein
tvímæli á leika annað en það hafi verið eign Undirfells, svo og hefur
þetta kot ekki byggt verið í okkru minni, og þar voru tóttir svo
grasivaxnar sem nú, þá við mundum fyrst til. Og hef eg Gísli verið í
Vatnsdal fjóra vetur og LX, en eg Ólafur VII ár og LX. Svo og berum