Húnavaka - 01.05.1982, Page 145
HÚNAVAKA
143
við þann vitnisburð, að optnefndu Undirfelli hefur verið eignuð sú ey,
sem fyrir neðan Bakka er, og eptir þá ey hafa þeir menn sem á
fyrgreindum Bakka hafa búið, goldið Undirfellsmönnum XX álnir ár
fyrir ár, og eg Ólafur hef búið á fyrnefndum Bakka í VII ár og goldið
XX álnir, og svo hafa þeir gert, sem þar bjuggu í mínu minni. Því
hefur þetta allt hið fyrskrifaða um landamerki og ey rétt eign Undir-
fells haldin verið í okkru minni og aldrei höfum við heyrt hér tvímæli á
leika og til sannarlegs merkis um þetta og meiri staðfestingar hér um,
þá setjum við fyrskrifaðir menn okkar innsigli neðan fyrir þetta bréf,
hvert að skrifað var á Undirfelli í Vatnsdal á laugardaginn næstan
fyrir Trinitatis um vorið þá liðið var frá hingaðburði Jesu Christi
MDLX og IX ár. (4. júní 1569).
Það meðkenni eg séra Bjarni Helgason að eg hélt Undirfellsstað í
XIX ár og vissi eg ei annað upp á mín sannindi heldur en það, að það
eyðikot, sem liggur á milli Undirfells og Brúsastaða heiti Snærings-
staðir, og það hefur verið svo kallað í mínu minni, og þetta fyrgreint
kot hafði eg sjálfur eða byggða eg þeim sem á Brúsastöðum bjuggu, og
var það kot átölulaust með öllu í þau ár, sem eg hélt staðinn, svo og
heirða eg Gísla heitinn Jónsson lýsa fyrir mér og kunngera, að sinn
faðir hefði haldið staðinn í XX ár með þessu koti ágreiningarlaust með
öllu, og var land þessa kots haldið suður í mógil átölulaust í þann tíma,
svo og þá Eggert heitinn Hannesson hélt Þingeyraklaustur þá áhrærði
hann aldrei þetta fyrgreint kot, sömuleiðis þá séra Hákon heitinn
Gíslason fékk klaustrið og eigi heldur vissi Árni heitinn Gíslason, og
enginn þeirra áhrærandi það við mig þetta áður þráttnefnt eyðikot.
Og til sanns merkis hér um set eg mitt innsigli fyrir þetta mitt vitnis-
burðarbréf hvert að skrifað var á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi þann
XII dag Julii mánaðar árum eptir guðsburð 1598.
Ofanskrifaðir vitnisburðir eru réttskrifaðir eptir hinum fornu
vitnisburðum. Testerar Bjarni Jónsson.