Húnavaka - 01.05.1982, Page 148
146
HÚNAVAKA
fyrir þeim, fór inn á nær hvert heimili á landi voru, til þess að hvetja,
uppörva, leiðbeina lengur en nokkur annar, sem lifað hefir á fslandi.
Ung að árum festi hún órofa tryggð við dalinn fagra og sögufræga
þar sem hún sleit barnsskónum. Hún segir á einum stað: „Því hefir
verið haldið fram að Vatnsdalurinn sé ein fegursta og hlýlegasta sveit
á Islandi. Ég hefi aðeins séð hann fölvan undan vetri og snjó. En samt
fannst mér hann eins og opinn, hlýr faðmur, sem byði mig velkomna
albúinn að veita mér hvíld og frið.“ Hvar sem hún var stödd leitaði
hugur hennar hingað heim í Húnaþing. Og hér kaus hún að dvelja
síðustu ár langrar ævi, á Héraðshælinu á Blönduósi.
Halldóra Bjarnadóttir var fædd 14. október árið 1873 að Ási í
Vatnsdal og var því 108 ára að aldri er hún lést eða eldri en nokkur
annar íslendingur svo vitað sé.
Hún var Húnvetningur í báðar ættir. Foreldrar hennar voru Bjarni
Jónasson bóndi í Ási er sat ættaróðal forfeðra sinna og Björg Jóns-
dóttir frá Háagerði á Skagaströnd. Ein af hinum kunnu Háagerðis-
systkinum.
Ásheimilið hefir án efa verið rétt spegilmynd af Vatnsdælingum á
þeim árum. „Mikil velmegun, mikið sjálfstæði“ eins og Halldóra segir
sjálf. Hún átti því góða daga á bernskuheimili sínu, er hún minntist
oft, en seinna skildu leiðir foreldra hennar. Bjarni faðir hennar fór
vestur til Ameríku þar sem hann kvæntist í annað sinn íslenskri konu
og eignuðust þau þrjár dætur saman, er allar eru látnar. Saknaði
Halldóra mjög föður síns en hún hafði ætíð samband við hann og
systur sínar. Faðir hennar lést 1930.
Er hér var komið sögu fylgdi hún móður sinni til Reykjavíkur þar
sem þær dvöldust um sinn, á heimili Jóns Árnasonar þjóðsagnaritara,
er var frændi hennar. Með hans aðstoð og móður hennar gafst henni
kostur á því námi, þeirri menntun, sem á þeim tímum var fáanleg.
Hún fékk snemma mikinn áhuga á handavinnu og heimilisiðnaði
og var menntunarþrá hennar óslökkvandi. Árið 1896 sigldi hún utan
til náms í Noregi með hjálp móður sinnar og fjárstuðningi Jónínu í
Höfnum á Skaga, ekkju Árna Sigurðssonar bónda og hreppstjóra.
Fimm árum áður hafði Halldóra stundað farkennslu m.a. í Höfnum.
Hún lauk kennaraprófi 1899 og hélt þegar til fslands. Heima tók við
kennsla við barnaskólann í Reykjavík. Síðan hverfur hún aftur til
Noregs þar sem hún kenndi á árunum 1901 til 1908 m.a. í bænum
Moss við Oslóarfjörð. Moss er nú vinabær Blönduóss. Árið 1908 kom