Húnavaka - 01.05.1982, Síða 149
HÚNAVAKA
147
hún heim og gerðist þá Halldóra skólastjóri Barnaskólans á Akureyri,
fyrst íslenskra kvenna, til að gegna slíkri stöðu. Hafði móðir hennar
jafnan dvalið samvistum við hana bæði hér heima og er utan var
haldið. Þar með hefst ferill hennar, sem mikillar framkvæmdakonu.
Hún kom á ýmsum nýjungum í skólanum eins og handavinnukennslu
pilta og stúlkna, leikfimi og fleiru, en jafnframt hóf hún afskipti af
félagsmálum. Hún bar jafnan hag kvenna fyrir brjósti, vildi fá þær til
þess að stofna kvenfélög og sinna ákveðnum málum konum í hag. Hún
ferðaðist um allar sveitir norðanlands og hvatti til stofnunar kven-
félaga, flutti erindi um ýmis mál og árið 1914 stóð hún fyrir stofnun
Sambands norðlenskra kvenna. Halldóra segir um þessa hugsjón sína:
„Hlutverk kvenfélaganna á fyrst og fremst að vera það, að sameina
konur, kenna þeim að starfa í félagsskap, tengja saman krafta þeirra,
til þess að vinna að góðum málum. Það sem þau eiga að starfa að, er að
auka heimilismenninguna og styrkja með þeim heimilin, að vernda
arfinn, sem forfeðurnir hafa skilað þeim, að efla innivinnu og heimil-
isiðnað, að starfa að uppeldismálum á þann hátt, að vinna að heil-
brigðis- og líknarstörfum bæði innan sinnar eigin sveitar og í sameig-
inlegu átaki héraða og landsins í heild, að hvetja til aukinnar garð-
ræktar og vinna að öðru leyti að alhliða menningarlegri og heimilis-
legri viðreisn í landinu.“
1 þessu kristallast hugsjónir hennar og að þessum málum vann hún
ótrauð meðan heilsan leyfði.
Hún lagði mikla áherslu á menntun kvenna. Efndi hún því til
námskeiða í hannyrðum og heimilishjálp á Akureyri. Var hún í þess-
um efnum brautryðjandi hérlendis.
Þegar hér var komið sögu flutti hún til Reykjavíkur og varð
stundakennari við Kennaraskóla fslands í handavinnu, jafnframt sem
hún varð ráðunautur almennings í heimilisiðnaði frá árinu 1922.
Um þetta leyti andaðist móðir hennar en þær mæðgur höfðu jafnan
verið samrýmdar. Arið 1937 fer hún til Vesturheims þar sem hún stóð
fyrir mikilli heimilisiðnaðarsýningu á vegum Vestur-Islendinga og
heimsótti þá systur sínar. En árið 1946 stofnaði hún tóvinnuskólann á
Svalbarði við Eyjafjörð, er starfaði til 1955. Hún var stöðugt á ferða-
lögum. Stóð fyrir sýningum á íslenskum heimilisiðnaði heima og er-
lendis.
Eins og áður er sagt mátti heita að skoðanir hennar færu inn á nær
öll heimili í landinu, með ársritinu Hlín, er hún reit um hálfrar aldar