Húnavaka - 01.05.1982, Page 150
148
HÚNAVAKA
skeið. Ritið kom fyrst út 1917 og síðasta heftið ritaði hún árið 1967, á
Blönduósi, en það nefndi hún „Eftirhreytur.“ Auk hvatningargreina
hennar til íslenskra kvenna, flytur ritið nær ótrúlega margþætt efni.
Það þarf raunar engan að undra þótt ritið hafi verið kærkomið á hin
mörgu heimili í landinu er fengu það. Með því náði hún og sambandi
við heimilin um allt land. Með bréfasamböndum sínum út um allt
land og til útlanda flutti hún hugsjónir sínar um áratugi og má
fullyrða, að hún hafi verið einn mesti bréfritari á landi voru á seinni
tímum.
Árið 1955 flutti hún á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi sem var
heimili hennar til dauðadags. Eftir að þangað kom stundaði hún eftir
sem áður ritstjórn Hlínar og gegndi formennsku Sambands norð-
lenskra kvenna. Einnig ritaði hún Vefnaðarbókina, er út kom 1966.
Hún lést á sjúkradeild Héraðshælisins þann 27. nóvember 1981 108
ára að aldri, eins og áður er sagt.
Halldóra hlaut margar viðurkenningar fyrir starf sitt um ævina,
bæði innlendar og erlendar. Hún var kjörin fyrsti heiðursborgari
Blönduóss á 100 ára afmæli sínu 1973.
Hún gaf allar eigur sínar, safn hannyrða frá miðbiki síðustu aldar til
þessa dags til heimilisiðnaðarsafns Sambands norðlenskra kvenna á
Blönduósi og er þetta safn að hluta helgað henni.
Halldóra Bjarnadóttir var fögur kona, sem hvarvetna var tekið eftir
sakir glæsimennsku og gáfna. Hún vakti hvarvetna athygli á mann-
fundum sakir mælsku sinnar og forustuhæfileika. Stíll hennar var
stuttur og markviss. Ekkert var henni fjarri en hálfvelgja og hik.
Hún var alla tíð dugmikil, hugstór og bjartsýn. Og allt þetta hélst í
hendur við hreina og bjarta Guðstrú hennar. Allt starf hennar í þágu
íslensku þjóðarinnar skyldi helgast af trú og bæn. Helgustu þættirnir í
lífi hennar voru því þjóðrækni hennar og guðrækni, er héldust í
hendur í ræðu hennar og riti. Lestur Guðs orðs var henni tamur frá
barnsaldri.
Henni voru hugleikin orðin úr Nýjatestamentinu: „Hylli Drottins
Guðs vors sé yfir oss, styrk þú verk handa minna“ svo og „Allt megna
eg fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir“. f þessi orð sótti hún áræði
sitt og þrautseigju á langri og starfsamri ævi sinni.
Með Halldóru Bjarnadóttur er horfinn, einn merkasti fslendingur,
er lifað hefir á þessari öld. Sæti hennar verður um langan tíma vand-
fyllt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Kynni