Húnavaka - 01.05.1982, Page 153
HÚNAVAKA
151
beinn minn vegur er,/verður neinn ei skaðinn./Kemur einn þá annar
fer,/ungur sveinn í staðinn.“
Afi lauk kennaraprófi 1915. Var farkennari í Skarðshreppi, Skaga-
firði 1915-1917 og í Vindhælishreppi, A-Hún, 1917-1919. Skólastjóri
Barnaskólans á Blönduósi 1920-1959. Verkstjóri hjá vegagerð ríkisins
1917-1965. Aðalverkstjóri í Húnavatnssýslum báðum í nokkur ár. í
hreppsnefnd Blönduósshrepps 1928-1958. Oddviti hreppsins 1942-
1958. Var einn af stofnendum verkamannafélagsins Hvöt á Blönduósi
og formaður þess í 8 ár. I stjórn héraðssambands ungmannafélaganna
í Húnavatnssýslum 1926-1931. Annar aðalhvatamaður að stofnun
Rafveitu Austur-Húnavatnssýslu 1933 og í framkvæmdastjórn Raf-
stöðvarinnar 1933-1957, er stöðin var afhent ríkinu, en sú afhending
var honum mjög á móti skapi. Var stofnandi kennarafélags Hún-
vetninga 1922 og í stjórn þess til 1956. Framkvæmdastjóri hafnar-
nefndar Blönduóss 1948-1958, en hann barðist á sínum tíma fyrir því,
að reist yrði nægilega stór uppskipunarhöfn við Blönduós og einnig
aðstaða til útgerðar, en mun ekki hafa haft meðbyr samferðamanna
sinna í því máli. Var hvatamaður að stofnun félagsheimilisins á
Blönduósi og í stjórn framkvæmdanefndar 1957-1959. í stjórn Kaup-
félags Húnvetninga 1943-1947. Þá var hann atkvæðamikill í stjórn-
málabaráttu sinnar samtíðar. Kvæntist Helgu D. Jónsdóttur, smiðs og
bónda, Hróbjartssonar, Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi. Kona
Jóns, móðir Helgu var Anna Einarsdóttir, bónda og galdramanns, að
Bólu í Skagafirði. Eftir Einar á Bólu er vísa þessi: „Auðs þó beinan akir
veg/ævin treinist meðan,/þú flytur á einum eins og ég,/allra seinast
héðan.“ Amma og afi eignuðust 14 börn og komust 12 þeirra til
fullorðinsára. Afkomendur þeirra munu nú vera um eitt hundrað.
Eg mun nú lýsa afa eins og hann horfir við mér í minningunni, en
hann var um margt sérstæður persónuleiki og setti sterkan svip á
mannlíf í Húnaþingi, meðan hans naut þar við. Afi var frekar lág-
vaxinn, en þrekinn og limaður vel. Mun hann snemma hafa orðið
sköllóttur. Höfuðið var stórt og svipmikið. Yfir snjóhvítu ræktarlegu
yfirskeggi, skagaði tígulegt arnarnef, digurt. Undir hvössum brúnum
og háu enni lágu blá íhugul augu. Hér um bil jafnlöng nefinu skagaði
hakan, er gaf andlitinu svolítinn „Napóleon-svip“. Er afi hló skein í
sterklegar tennurnar og skemmtilegur svipur færðist yfir andlitið.
Eg man fyrst eftir afa heima á Svalbarði á Blönduósi, en húsið
Svalbarð stendur á fallegum stað norðan Blöndu. Austan við húsið