Húnavaka - 01.05.1982, Síða 155
HÚNAVAKA
153
Óbifandi, trú og ódrepandi áhuga hafði afi fyrir skógrækt á Islandi.
Taldi það eina brýnustu skyldu okkar að skila landinu aftur þeim
trjágróðri, er við höfum rænt því á umliðnum öldum. Afa þóttu tré
allra plantna merkilegust og göfugust og táknræn mjög. „Laufkrónan
sýnir hve ljósið má/lyfta moldinni jörðu frá,“ segir í einu ljóða hans.
Afi sagði mér frá því, að er hann var lítill drengur, hafi hann eitt sinn
reynt að setja spelkur við hrísrunna, til að hann yxi upp en ekki með
jörðu, en það hafi lítið gagnað.
Stuttu eftir að amma og afi fluttu til Reykjavíkur, gáfu þau skóg-
ræktarfélagi Austur-Húnvetninga jörðina Gunnfríðarstaði til
skógræktar. Þar hefur verið unnið þarft verk og eru nú víða að koma
upp myndarlegir trjálundir. Sérstaklega hefur lerkið þrifist þar vel.
Þar í landinu er einn fimmtán ára lerkilundur, sem víðast hvar er
orðinn um fjögurra metra hár. Birki dafnar þarna vel og stafafura þar
sem nægur raki er í jörðu. Eftir að landið var friðað, hefur víðir á
fjölmörgum stöðum vaxið upp í háa runna. Á síðustu árum afa var
það hans mesta kappsmál að koma norður og planta trjám. Til þess
keypti hann plöntur fyrir eigin reikning. Fyrir ofan rústirnar á Gunn-
fríðarstöðum plantaði hann fjölmörgum eins og hálfsmetra reynivið-
artrjám, sem nú eru orðin mjög falleg, auk fleiri trjátegunda. Það var
von hans, að Gunnfríðarstaðaskógur yrði fólki framtiðarinnar unaðs-
reitur og sönnun þess að hægt er að rækta skóg í Húnavatnssýslum,
„þó váleg oft næði kylja.“
Til þess var tekið hve dýr hændust að afa, það var eins og þau skildu
hann og að hann væri „fyrir utan hinn skammsýna markaða baug“. Á
Svalbarði forðum tíð voru ætíð dúfur, en þær áttu bústað uppi á efsta
lofti og var á rjáfri hússins sunnanverðu op fyrir þær til að komast inn.
Það brást sjaldan, að er afi kom akandi heim að Svalbarði, sté út úr
jeppanum og gekk heim gangstéttina, að dúfurnar flugu á móti hon-
um. Talaði hann þá til þeirra litla stund, fór síðan inn, náði í kurl og
stráði á gangstéttina. Ég held reyndar að afi hafi ætíð byrjað morg-
uninn á því að gefa dúfunum sínum.
Afi bar mikla virðingu fyrir farfuglunum, er hann kallaði skáldin
sín. Það vakti með honum mikla gleði, er hann sá þá fyrst á vorin.
Sérstakt dálæti hafði afi á þrestinum og mariuerlunni, er honum
fannst mikil dama.
Afi var pólitískur mjög og það sjálfstæður í skoðunum, að hann
þurfti ekki að lesa forystugreinar í dagblöðum eða kynna sér viðhorf