Húnavaka - 01.05.1982, Page 156
154
HÚNAVAKA
annarra, til að taka afstöðu til mála. Ekki trúi ég að hann hafi rekist vel
í flokki. Þó var afi síðari helming ævi sinnar mikill sjálfstæðisflokks-
maður. Hann hafði af því miklar áhyggjur hve sósíalisminn var í
miklum uppgangi, en hann taldi sósíalismann af hinu illa. Þá þótti
honum ungdómurinn alinn upp við allt of mikla linkind.
A námsárum mínum í Reykjavík, var ég fastagestur á heimili afa og
ömmu, að Hofteig 18. Þar ríkti mikil friðsæld og var sérstaklega róandi
að koma þangað, taka sér bók í hönd, setjast inn í stofu og lesa.
Margan veturinn kom ég þangað ætíð í sunnudagsmat. Var þá tíðum
hlustað á messu, áður en gengið var að matborði. Eftirtektarvert var
hve mikla virðingu þau báru hvort fyrir öðru, amma og afi. Voru þau
bæði jafn rétthá í hjónabandinu, þó verkaskipting væri á heimilinu.
Amma er góður hagyrðingur og kváðust þau oft á, hún og afi. Þá voru
þau bæði mjög andlega sinnuð og dreymdi oft fyrir daglátum. Var
gaman að ræða við þau saman um húnvetnskar vísur og annan
skáldskap. Held ég að afi hefði ekki getað verið heppnari með sinn
lífsförunaut.
Afi hélt allgóðri heilsu þar til á 83. og 84. aldursári, en sjón hans
hrakaði þá mjög. Hann hafði það stundum að orði, að hann hefði
getað gegnt störfum sínum fyrir norðan mun lengur, en varð. Fannst
honum það eigi gott fyrirkomulag, að mönnum væri skipað út í horn
til að drepast, þótt þeir yrðu sjötugir. En það væri nú eftir öðru í þessu
sósíalíska þjóðfélagi. A Sólvangi í Hafnarfirði dvaldi afi í tæplega 3 ár,
en þar andaðist hann 9. október síðastliðinn 89 ára að aldri.
Steingrímur Þormóðsson.