Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 158
156
HÚNAVAKA
I Brekku bjuggu þau samfellt um nær hálfrar aldar skeið eða til
ársins 1962, er Magnús lést. Síðan dvaldi hún í Brekku í skjóli sonar
síns Hauks og konu hans Elínar.
Eignuðust þau hjón 5 syni er allir eru búsettir í Sveinsstaðahreppi,
en þeir eru: Sigurður, bóndi á Hnjúki, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur,
Jósef, bóndi í Steinnesi, kvæntur Guðrúnu Vilmundardóttur úr
Reykjavík, Þórir, bóndi og oddviti í Syðri-Brekku, kvæntur Evu
Karlsdóttur, Haukur, bóndi og kennari í Brekku, kvæntur Elinu Ell-
ertsdóttur og Hreinn, bóndi á Leysingjastöðum, en kona hans er
Hjördís Jónsdóttir, kennari.
Sigrún var félagslynd að eðlisfari. Hún vann á langri ævi nokkuð að
félagsmálum sveitar sinnar. Hún var ein af stofnendum kvenfélags
Sveinsstaðahrepps og var kjörin heiðursfélagi kvenfélagsins á áttræð-
isafmæli sínu árið 1975.
Sigrún Sigurðardóttir í Brekku var ein af þeim hógværu í landinu.
Hún vann heimili sínu allt er hún mátti. Þar var hennar vettvangur og
starf hennar var starf húsmóðurinnar, sem í raun er mikilvægara en
flest önnur störf með þjóðinni.
Útför hennar var gerð frá Þingeyrakirkju, 14. febrúar.
Halldór Guðmundsson bóndi í Hólma andaðist á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 3. febrúar 1981. Fellur nú í eyði síðasta heiðarbýlið,
Hólmi, í mínu prestakalli, eitt hinna fjölmörgu selja í Skagaheíði.
Hvert býli undir brekkunni átti sin sel í
heiðinni, er gagnleg voru. Eitt þeirra var
Hróarsstaðanes, oft nefnt Hólmi, í hinni
gróskuríku beit Skagaheiðar, þar sem smjör
drýpur af hverju strái.
Á býlinu Klöpp á Kálfshamarsnesi fædd-
ist Halldór Jónsson Guðmundsson 3. mars
1893. Voru foreldrar hans Guðmundur
Gíslason, Strandamaður og Elísabet Karó-
lína Ferdinantsdóttir frá örlygsstaðaseli í
Skagaheiði, f. 2. júní 1865 í Kurfi. Þau
kynntust í Vatnsdal þegar hann var vinnu-
maður hjá Lárusi Blöndal sýslumanni og hún vinnukona hjá Guðrúnu
Jasonardóttur húsfrú í Hnausum. Þau eignuðust annan son Ólaf
Guðmundsson er nú dvelur níræður á Héraðshælinu á Blönduósi.