Húnavaka - 01.05.1982, Page 159
HÚNAVAKA
157
Foreldrar Elísabetar voru Ferdinant Gíslason og Herdís Sigurðar-
dóttir frá Holtsmúla í Skagafirði.
Halldór ólst upp með föður sínum og Halldóru Jónsdóttur á Haf-
ursstöðum en Halldóra lést áður en 2 ár voru liðin, frá komu þeirra
þangað. Guðmundur var fljótur að kynnast annarri konu, Ingibjörgu
Jónsdóttur. Voru þau gefin saman og stóð brúðkaup þeirra á Stóra-
Bergi. Þá bjuggu þar Karl Berndsen og kona hans Steinunn fædd
Siemsen, fór brúðkaupið fram 20. ágúst 1899. Þau bjuggu fyrst í
Finnsstaðanesi og síðan i Árbakkabúð en fluttust síðan til Hafnar-
fjarðar en þar andaðist Guðmundur 1937. Þau eignuðust eitt barn
Tryggva að nafni.
Halldór mun snemma hafa verið hafður til snúninga fyrir föður sinn
og stjúpu, svo sem að sækja fisk í soðið inn á Hólanes. Hann fór
snemma að líta eftir hestum bænda er voru í kaupstaðarferð í Höfða-
kaupstað og höfðu hesta sína í Árbakkaflóa.
Ungum bónda kynntist Halldór öðrum fremur, en það var Lárus
Björnsson og var nýfarinn að búa á Keldulandi með konu sinni Guð-
rúnu Ólafsdóttur. Hann var drengnum hlýr og velviljaður og vék góðu
að honum. Síðan bar það við einn dag í júní að Halldór hestasveinn
var kominn í hlað á Keldulandi, þá 7-8 ára og bað bónda ásjár. Þau
hjón tóku drengnum vel og ólu hann upp sem sitt eigið barn. Er þetta
bar að voru þau barnlaus, en eignuðust síðar börn. Komu hér fram
þau eigindi Halldórs að vilja halda til jafns við aðra, en hann var
jafnan einn og óstuddur á sínum lífsferli.
Halldór tók góðum framförum líkamlega og andlega á Keldulandi,
og var bráðger og vel viti borinn. Sveitavinna var hans aðalstarf alla
tíð, en stundaði sjó í Kálfshamarsnesi og varð góður bóndi, vel bjarg-
álna.
Halldór kvæntist 1916 Hlíf Sveinbjörnsdóttur, ágætri konu, sem
alin var upp á Steinnýjarstöðum hjá Stefáni Sveinssyni og konu hans
Unu Ólafsdóttur. Hófu Hlíf og Halldór búskap 1916 í húsmennsku á
Tjörn. Áhöfn þeirra var 17 ær og tvö hross, en 1917 flytja þau að
Hróarsstaðaseli í Skagaheiði, sem jafnan nefnist Hólmi og var Halldór
þar leiguliði í búskap í 63 ár. Þeim búnaðist vel þó að á ýmsu gengi í
árferði. Halldór var hraustur og stóð mikið yfir fé sínu, þó var hann
orðinn fótaveikur á efri árum.
Sagt er að morgunsöngurinn í Skagaheiði hafi verið undursamleg-