Húnavaka - 01.05.1982, Page 160
158
HÚNAVAKA
ur, morgunkyrrð heiðarinnar við vötnin bláu unaðsleg. Á veturna var
veðragnýr á hinni láglendu heiði, er hriðarnar geisuðu.
Þau hjón voru samhent við verk sín og heimilisstörf. Þau eignuðust
þessi börn:
Fanneyju gifta Friðgeiri Eiríkssyni bónda á Sviðningi.
Lilju Heiðbjörtu ekkju eftir mann sinn Árna Daníelsson bónda í
Eyjarkoti.
Svanlaugu Önnu, ekkju eftir Sveinbjörn Sigvaldason bónda í
Króksseli, en þau bjuggu lengst í Hólmi með Halldóri.
Magnús ókvæntur og býr í Keflavík.
Það syrti í álinn hjá Halldóri, er hann missti konu sína á besta aldri,
en hún andaðist 3. apríl 1926. Voru börnin þá á aldrinum þriggja til
tíu ára. Halldór sjálfur 33 ára stóð nú á vegamótum eins og þegar
hann var 7-8 ára. Sú hugsjón hans var sterk að halda heimilinu saman
og vera herra á sinni jörð og láta ekki hina veraldlegu forsjá hreppsins
taka völdin.
Magnús, yngsta barnið var tekinn í fóstur að Skeggjastöðum til
hjónanna Magnúsar Tómassonar og Ingunnar Þorvaldsdóttur og ólst
þar upp.
Árið 1928 fór Halldór suður á vertíð til Hafnarfjarðar. Dvaldi hann
hjá föður sínum, og kom börnum sínum fyrir hjá móður sinni og
vinafólki, en búpeninginn hirti fólkið í örlygsstaðaseli. Mun þetta
vera í eina sinn er Halldór dvaldi til langframa utan síns heimilis.
Halldór bjó einn í Hólma 1949-52, eða þar til Svanlaug dóttir hans
og Sveinbjörn maður hennar komu í annað sinn. En á siðustu árum
flutti hann með dóttur sinni i Krókssel og var hugurinn jafnan upp í
Hólma.
En minningin lifir um síðasta heiðabóndann í huga næstu kynslóða.
Halldór var jarðsettur á Hofi 8. febrúar 1981.
Þorbjög Bergþórsdóttir, kennari á Blönduósi, andaðist 7. maí á Hér-
aðshælinu. Hún var fædd 17. maí 1921 í Fljótstungu í Hvítársíðu í
Mýrasýslu. Foreldrar hennar voru Bergþór Jónsson bóndi þar og kona
hans Kristín Pálsdóttir og voru þau bæði borgfirskrar ættar. Hún ólst
upp í föðurgarði ásamt sex systkinum.
Ung að árum nam hún við Héraðsskóla Borgfirðinga að Reykholti.
Stundaði hún jafnframt heimiliskennslu í Reykholti, og kenndi að
einhverju leyti við barnaskólann í Reykholtsdal.