Húnavaka - 01.05.1982, Page 162
160
HÚNAVAKA
Hrafn Sigurðsson, andaðist 5. júlí í Reykjavík, aðeins 16 ára að aldri.
Hann var fæddur 21. júlí 1964 í Reykjavík. Foreldrar hans voru
Sigurður Eiríksson múrari i Reykjavík og Hrafnhildur Valgeirsdóttir
kona hans. Tólf ára gamall fluttist hann með
móður sinni til Blönduóss, þar sem hann
gekk í barnaskóla. Einn vetur nam hann við
Grunnskólann á Húnavöllum.
Er hann hafði lokið námi hér nyrðra, lá
leið hans til Reykjavíkur en þar vann hann af
og til hjá föður sínum við múrverk, en þeir
voru jafnan mjög samrýndir. Um skeið var
hann starfsmaður við Pólarprjón á Blöndu-
ósi. Síðustu mánuði ævi sinnar vann hann
fiskvinnu hjá Útgerðarfélaginu Vísi í
Grindavík.
Hrafn heitinn var harmdauði, hverjum þeim er þekktu hann.
Hvarvetna er hann gekk að vinnu fékk hann hið besta orð, sakir
dugnaðar og ósérplægni. Hann var vinsæll og vel látinn af vinnufé-
lögum sínum. „Það var gott og ljúft að hafa hann í nálægð sinni,“ er
haft eftir einum yfirmanna hans.
Útför hans var gerð frá Blönduóskirkju 11. júlí.
Guðrún Sigvaldadóttir, Mosfelli, andaðist 1. ágúst á Héraðshælinu.
Hún var fædd 6. september 1905 í Stóru-Ávík í Árneshreppi í
Strandasýslu. Hún var elst af fjórum börn-
um þeirra hjóna, Sigvalda Jónssonar, bónda
að Hrauni, sem var nýbýli út úr Stóru-Ávík
og konu hans, Sigurlínu Jónsdóttur frá
Reykjarnesi Sigurðssonar.
Er Guðrún var fimm ára að aldri missti
hún föður sinn, er lést frá ungum börnum. Er
fyrirvinnan var fallin frá, átti móðir hennar
við mikla fátækt að búa. Eigi var sótt í fá-
tækrasjóði eða annarrar hjálpar að vænta af
opinberu fé eins og nú er orðið. Ólst Guðrún
upp með móður sinni, er var í vistum vestra,
en 1915 tók hún sig upp og fluttist með Guðrúnu í Húnaþing og var