Húnavaka - 01.05.1982, Page 165
HÚNAVAKA
163
Kristbjörg Sigurðardóttir var fulltrúi eldri kynslóðarinnar í landi
voru, er ólst upp í fátækt fyrri ára, þeirra er byggðu upp landið, oft við
hin erfiðustu skilyrði og skiluðu því í hendur þeirra er á eftir komu
betra en það áður var. Hún var trygglynd, hreinskilin og mikill vinur
vina sinna.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 29. ágúst.
Sigurður Erlendsson bóndi og hreppstjóri á Stóru-Giljá, andaðist 28.
september á Héraðshælinu. Hann var fæddur 28. apríl 1887 á Beina-
keldu í Torfalækjarhreppi. Foreldrar hans voru Erlendur Eysteinsson
bóndi þar, er ættaður var frá Orrastöðum og
kona hans Ástríður Helga Sigurðardóttir frá
Hindisvík á Vatnsnesi en hún var föðursystir
þeirra bræðra sr. Sigurðar og Jóhannesar
Norland.
Hann ólst upp í föðurgarði í hópi átta
systkina er á legg komust og eru nú öll látin.
Ungur að árum vann hann að búi foreldra
sinna eins og títt var um sveitir lands vors á
þeim tímum. Um skólagöngu var eigi að
ræða, vinnan gekk fyrir öllu. Árið 1901 lést
faðir hans. Eftir það bjó móðir hans félagsbúi
ásamt þeim systkinum næstu átta árin á Beinakeldu, en flyst þá að
Stóru-Giljá en Jóhannes sonur hennar hafði flutt þangað nokkru áður.
Árið 1916 flytur Sigurður einnig að Stóru-Giljá þar sem hann tók við
búi, en eftir það bjuggu þeir bræður félagsbúi allt til ársins 1972. Voru
þeir bræður með eindæmum samrýmdir og unnu með einum huga að
búi sínu. Upp úr árinu 1916 tóku þeir að byggja upp á jörð sinni. Þá
voru hús öll mjög hrörleg orðin á Stóru-Giljá. Reistu þeir eitt mesta
íbúðarhús í sveit á Islandi, á þeim tíma, glæsilega byggingu, sem
jafnan var tekið eftir er farið var um garða. Var gestrisni þeirra
viðbrugðið, enda jafnan gestkvæmt mjög og mannmargt á heimili
þeirra og bærinn frá fornu fari í þjóðbraut.
Á þessum fyrstu búskaparárum sínum ræktuðu þeir túnið, græddu
upp móa og mela. Jafnan var margt heimilisfólk á Stóru-Giljá, m.a.
dvaldi þar löngum fóstursystir þeirra Jóhanna Björnsdóttir, hús-
mæðrakennari. Hvorugur þeirra bræðra kvæntist og var Sigurbjörg
Jónasdóttir frá Litladal ráðskona þeirra um 36 ára skeið. Þeir bræður